Ánn fannst í 2 gagnasöfnum

1 ánn k. (16. öld) ‘erfiði, amstur, annir’; sbr. fær. ódn kv., ódnur k. ‘slægjuskári; smalagata (af fjalli)’, nno. ôn kv. ‘dugnaður, vinnukapp’, ône k. ‘skógarræma, sláttuteigur,…’, sæ. máll. ån kv., åne k. ‘akur- eða engjateigur; skáraræma’. Sk. nhþ. jahn, svissn. jān ‘engja- eða akurteigur; lengja af slegnu korni; lota, gangur’; ánn < *jāna- < *jēna-, sbr. fi. yá̄na- ‘ferð, farartæki’, yá̄ti s. ‘ganga’ og lat. jānua ‘dyr’, af ie. *i̯ā- ‘ganga’; sbr. ei- í lat. eō ‘ég geng’ og ísl. íð ‘starf’. (Merkingarferli gangur > gönguleið > starf > starfssvæði). Sjá án (1), áni (2), ónn (2) og ár (3).


2 Ánn k. karlmannsnafn, sbr. Án (4) og Áni (4). Nafnið er e.t.v. blandaðrar ættar, annarsvegar tengt ái, myndað eftir ef.ft. ána, og hinsvegar samandregin mynd < *Aþa-weni-z, sbr. fhþ. Adwin og Aun og Auðun(n); Ánn tæpast < *aiwna-ʀ sk. ævi.