Ónarr fannst í 1 gagnasafni

Ánarr k. † nafn á föður jarðar; dvergsheiti; víxlmynd Ónarr. Uppruni og upphafleg mynd óviss, heitin e.t.v. dregin af mannsnafninu Ánn, Ón (4), sbr. dvergsheitið Án (í Vsp.). Tæpast sk. nno. ôna, øna ‘stara löngunaraugum á’. Sjá Ánn (2).


Ónarr k. † nafn á föður jarðar; dvergsheiti. Víxlmynd við Ánarr. Líkl. leitt af Án (4) og Ón (4) sem bæði eru mannanöfn, og höfð sem dvergsheiti. Sumir hafa tengt dvergsheitið Ónarr við nno. ôna ‘stara löngunaraugum’, sk. ana. Vafasamt.