áður fannst í 5 gagnasöfnum

áður þeir höfðu hist áður (en hann fór)

áður atviksorð/atviksliður

fyrr

hvar starfaðir þú áður?


Fara í orðabók

Orðasambandið samt sem áður er algengt í nútímamáli og merkir ‘þrátt fyrir það’, t.d.:

Hann er lasinn en samt sem áður vill hann fara;
samt sem áður held ég, að ég verði að dragnast heim í kvöld (JThSk I, 56);
Samt sem áður vildu Ungverjar enn reyna að miðla málum (Norðf II, 105 (1849));
samt sem áður kann ég ekki að neita (m18 (Rec 95));
*höfum engin náðanot / í neinu samt sem áður (Amórat 1, 34 (1665));
*Járnin best þau bera sinn brest / en bíta samt sem áður (Amórat 6, 7 (1665)) og
Hér í móti samt sem áður þá huggar mig og hughreystir ... Guðs miskunnsemi (f17 (JGerh 183)).

Svipað orðasamband er kunnugt í fornu máli (Maríu sögu) en þar er það notað í annarri merkingu (‘sama og áður’), sbr.:

Er það samt sem áður var greint [‘sama og áður var greint frá’] kemur hún enn út hrygg (Mar 320 (1325-1375)).

Afbrigðið samt og áður er kunnugt í sömu merkingu í síðari alda máli, sbr.:
           
en þó samt og áður þá hlýtur skynsemin ... til skammar að verða (m16 (CorvPost II, 150v (OHR)));
En þér samt og áður til yðar tókuð eftir gömlum vana þó með nokkurri yfirhylmingu það ... mjöl (GÞBr 322 (1572));                                                           
en samt og áður held eg (m17 (JMPÍsl 64));
en þó gekk hann samt og áður í skólann (m16 (Reyk II, 170)), sbr. einnig:
Þó kembdur sé hundur og þveginn þá er hann samt hundur sem áður (s17 (GÓl 3786)).

Af dæmunum má ráða tvenns konar breytingar. Í fyrsta lagi hefur hið forna orðasamband samt sem áður ‘sama og áður’ fengið nýja merkingu ‘þrátt fyrir það’ eigi síðar en á 16. öld (CorvPost II, 150v (OHR)). Í öðru lagi heldur orðasambandið samt og áður merkingu sinni fram á miðja 17. öld en deyr þá drottni sínum, víkur fyrir orðasambandinu samt sem áður í merkingunni ‘þrátt fyrir það’.

Jón G. Friðjónsson, 14.1.2017

Lesa grein í málfarsbanka

áðan ao. ‘fyrir skömmu’; áður, †áðr ao. ‘fyrr’. Sbr. fær. áðan(i), áður, nno. ådan, åder, fd. adens, fsæ. aþans, nsæ. ijåns; sk. fe. ǣdre, fsax. ādro ‘undir eins’, fhþ. ātar ‘fljótur, skilningsskarpur’; líkl. einnig í ætt við lettn. ãtrs ‘bráður, fljótur til’ og lith. otrùs ‘ákafur’.