áhættutaka fannst í 2 gagnasöfnum

áhættutaka kv
[Tölvuorðasafnið]
samheiti vogun
[skilgreining] Stjórnunarleg ákvörðun um að fallast á tiltekið stig áhættu, venjulega af tæknilegum ástæðum eða vegna kostnaðar.
[enska] risk acceptance

áhættutaka
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Það að maður viðhefur tiltekna háttsemi þótt honum sé ljóst að með henni taki hann áhættu á því að hagsmunir hans verði fyrir tjóni.
[skýring] Á. hefur verið talin til hlutrænna ábyrgðarleysisástæðna. Ef á. er talin vera fyrir hendi hjá tjónþola, leiðir það jafnan til þess að skaðabótaábyrgð fellur niður, þar sem háttsemi tjónvalds telst ekki ólögmæt.