ákvöð fannst í 2 gagnasöfnum

ákvöð
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Löggerningur sem fyrst og fremst er ætlað að binda loforðsmóttakanda, gagnstætt því sem er um loforð sem ætlað er að binda loforðsgjafa sjálfan.
[skýring] Dæmi: Samþykki tilboðs hefur bæði að geyma loforðsþátt (þ.e. það bindur samþykkjandann) og ákvaðarþátt (þ.e. bindur móttakandann, tilboðsgjafann).

ákvöð
[Lögfræðiorðasafnið]
samheiti EB-ákvörðun
[skilgreining] Afleidd EB-gerð sem felur í sér bindandi ákvörðun af hálfu þar til bærrar stofnunar ESB (oftast framkvæmdastjórnar) og beinist að tilteknum aðila eða aðilum í aðildarríkjum.
[skýring] Oftast er um að ræða ákvarðanir framkvæmdastjórnar ESB í tengslum við ætluð brot fyrirtækja í samkeppnisrétti EB. EB-ákvörðun.