álengdar fannst í 6 gagnasöfnum

álengdar þeir stóðu álengdar

álengdar atviksorð/atviksliður

í dáltílli fjarlægð

hann stóð álengdar og horfði á


Fara í orðabók

Ao. álengdar er að uppruna til forsetningarliður, þ.e. á lengdar (lengdar er kvk. þf.ft., varð síðar lengdir). Í elsta máli vísaði fsl. á lengdar eða ao. álengdar til tíma, þ.e.:

(1) ‘á lengdir; framvegis, til lengdar’:
konungur býður Auðuni að vera með sér álengdar [‘ótímabundið; áfram, alltaf’] og kveðst myndu gjöra hann skutilsvein sinn (Mork 184 (1275)) = Konungur bauð honum með sér að vera og gjöra hann skutilsvein sinn (m15 (Flat IV, 198));
og mun þér ekki hér vært vera á lengdar (Grettla 51.k);
og endist því þetta hóti lengst, þótt eigi yrði þess álengdar [‘til lengdar, til frambúðar’] auðið (ÍF VI, 84);
virtist ekki vel fallið að svo fari með ykkur [um deilur, ósætti] á lengdar ef það mætti til betri vegar leiðast (DI XI, 367 (1544)).
           
Í nútímamáli hefur merkingin breyst, vísar nánast eingöngu til staðar eða rúms, t.d.:

(2) ‘úr fjarlægð, af færi’:
horfa á e-ð álengdar; standa álengdar;
látið sér lynda að sjá álengdar upp á meðferð þessa máls (NF XVII, 43 (1870));
[embættismenn] verða margir að sjá með annarra augum og oft álengdar aðeins til hjúa sinna (f19 (Hjálm 72));
Nú held ég fáir þekktu mig í þessum skrúða álengdar (JThSk II, 282);
Pétur fylgdi honum eftir álengdar (Lúk 22, 54 (OG)).

Merkingarbreytingin er auðskilin – fjarlægð má mæla hvort sem er í tíma eða rúmi. –  Okkur bráðvantar sögulega orðabók til að geta skoðað og skilið fjölmargar slíkar breytingar.

***

Orðasambandið í bráð og lengd merkir í beinni merkingu ‘núna og á ókomnum tíma; til lengri tíma og skemmri’ en fær síðan merkinguna ‘ávallt’, t.d:

Gamla konan bað honum blessunar í bráð og lengd;
Við kveðjum þig ... virðingarfyllstu ... óskum í bráð og lengd (Send 96 (1840));
því mun eg bæði í bráð og lengd leiða hjá mér að gegna beiskyrðum höfundarins (Rvp III, 162 (1849));
yður til gagns og góða í bráð og lengd (Safn XII, 6 (1652));
Biðjum vér að guð gjöri ráð fyrir oss öllum bæði í bráð og lengd (DI VI, 105 (*1477));
öllum oss til friðar og fagnaðar [bæði í bráð og lengd (m17 (vl.))] (DI IX, 12 (1360));

Svipað orðafar er kunnugt í fornu máli og þá í gömlu merkingunni:

Margfaldast munu verk þín til góðra hluta og ágætlega ávaxtast guði til dýrðar en þér til sæmdar bæði í bráð og lengdar (ÓT I, 153 (1350–1375));
eg vænti að þessi yður hérkoma verði öllum oss til sæmdar bæði [í] bráð og lengdar (ÓT I, 305).

Gamla merkingin virðist hafa verið kunn fram á 18. öld, sbr.:

En hitt er hvers valdsmanns óvirðing, bæði í bráð og lengd [‘núna og á ókomnum tíma; til lengri tíma og skemmri’], að horfa á óréttinn og taka hvorugri hendi þar í (ÁMPriv 47 (1712)).

***
           
Til þess eru vítin að varast þau:

Lægðirnar ganga fyrir landinu [svo] hver eftir annarri [‘hver á eftir annarri’ eða ‘hver eftir aðra’] (Sjónv 25.9.17);
vernda e-n frá [e. protect from, þ.e. ‘fyrir’] ógnum heimsins (20.1.18);
leyna upplýsingum frá [e. hide from, þ.e. ‘fyrir’] samstarfsaðilum (21.9.17);
stúdentar hafa beðið mikið langan tíma [eftir úrbótum] (25.1.18).

Jón G. Friðjónsson, 23.2.2018

Lesa grein í málfarsbanka

álengd
[Eðlisfræði]
[enska] elongation

álengd
[Stjörnufræði]
[skýring] fjarlægð á himinhvolfinu frá viðmiðunarhnetti, t.d. fjarlægð reikistjörnu frá sólu
[enska] elongation