álka fannst í 6 gagnasöfnum

álka -n álku; álkur, ef. ft. álkna teygja fram álkuna

álka nafnorð kvenkyn

sjófugl af svartfuglaætt, svartur með hvíta bringu og svart nef

teygja fram álkuna

teygja hálsinn og reka fram hökuna


Fara í orðabók

álka no kvk
teygja fram álkuna
teygja álkuna

álka
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (dýr)
[enska] razorbill

1 álka, †alka kv. ‘fugl af svartfuglaætt’; sbr. fær. álka, nno. alke, fe. ealce; orðið er líkl. sk. ísl. hafella, hávella, nno. hav-elle, sæ. alfågel, fsæ. al(l)a (s.m.) og myndað með k-viðsk. líkt og t.d. haukur og máki. Það er e.t.v. í ætt við lat. olor ‘álft’, fír. elae (s.m.) og sennilega af ie. rót *el-, *ol- ‘skrækja’ e.þ.h., sbr. jálma og e.t.v. jálfur og joll (1).


2 álka kv. † ‘snagi, oki, stoð’ e.þ.h. (í skipskenningum í fornum rímum); sbr. nno. alke kv. ‘fastnegldur oki eða klampi’. E.t.v. s.o. og nísl. álka ‘framstæð haka eða niðurandlit’, sbr. að teygja fram álkuna. Orðið kemur einnig fyrir í örn., t.d. um klettadranga, og á tæpast skylt við fuglsheitið álka, en fremur við nísl. elkur (ft.) ‘stoðir, skorður’, setja e. við e-u ‘hindra, reisa skorður við’ (s.þ.). (Orð þessi gætu verið leidd af ie. *el- ‘beygja’ í alin (s.þ.)).


3 álka kv. (17. öld) ‘framstæð haka’. Sjá álka~(2).