álnast fannst í 3 gagnasöfnum

álna Sagnorð, þátíð álnaði

alin kv. (ft. álnir) ‘lengdarmálseining (mæld á framhandlegg frá olnboga að hnúum); †framhandleggur’; sbr. fær. alin, nno. al(e)n, d. alen, sæ. aln, fe. eln, fhþ. elina, gotn. aleina; alin er raunar s.o. og öln (o̢ln) ‘framhandleggur’ og hefur varðveitt þá merkingu í fáeinum fornmálskenningum (eftir að upphaflega orðið greindist í sundur eftir fallmyndum og tákngildi); alin (< *alinō) á skylt við lat. ulna ‘alin, olnbogi’, fír. uilenn (s.m.), gr. ōlénē ‘olnbogi’. Sjá öln, -eln, olnbogi og úlnliður. Af alin er leidd so. álnast ‘efnast’, sbr. álnir ‘efni, eignir’. (Líkl. af ie. *el-, *elei- ‘beygja’, sbr. álka (2), liður (1) og~limur).