áróðri fannst í 7 gagnasöfnum

áróður -inn -róðurs áróðurs|herferð; áróðurs|maður; áróðurs|rit

áróður nafnorð karlkyn

málflutningur, í ræðu og riti, til framdráttar mönnum og málefnum

reka áróður

áróður fyrir <málinu>

áróður gegn <honum>


Fara í orðabók

áróður no kk (ákafar fortölur)

Sögnin að róa, og orð og orðasambönd leidd af henni, er býsna gagnsæ en samt margslungin í notkun og merkingu. Flestir munu þekkja orðatiltækið róa á sömu/önnur mið en fæstir munu þekkja sagnarsambandið róa á e-n (e-m) ‘hvetja e-n til e-s’, sbr. eftirfarandi dæmi:

Eg hef róið á Petersen að leggja seinustu hönd á nokkur kvæði sín (Send VII, 182 (1820)).

Í sömu merkingu er kunnugt afbrigðið róa á e-m, sbr.:

í sjö mánuði samfleytt var hann að róa á þingmönnum, uns þeir létu undan (Skírn 1.1.1873, 72).

Það eru þessi orðasambönd sem liggja að baki nafnorðinu áróður í merkingunni ‘hvatning’, sbr.:

það mætti verða fróðleg og nytsöm ritgjörð í mörgu tilliti en hún þarf áróður að safna til hennar (JSigBrN 17 (1843));
Mikið óttast eg fyrir að Jónas þurfi áróður [‘hvatningu’] ef hann á að vinna að nokkru gagni ... að lýsingu Íslands (Send 99 (1842)).

Nútímamerkingin (‘málafylgja; (sterkar) fortölur’) er vart eldri en frá lokum 19. aldar:

þrátt fyrir ... áróður hafði enginn fengist til að gína yfir þeirri flugu (Ísaf 7.1.1899, 1).

Einnig er kunnugt sagnarsambandið róa í e-n en það er tiltölulega ungt:

Já, en væri þá aldrei yrt á hana, róið í hana, ég ætti við hvort hún væri ekki beinlínis beðin um að koma með mönnum heim til þeirra? (m20 (HamsSult 107));
Maður rær í þá fyrir sunnan. Maður er ekki feiminn að tala við þá, ... og átti þá við þingmenn (m20 (StefJSend 33 (OHR));
Svo datt mér í huga að róa í Kr. Ó. Þorgrímsson og bjóða honum að gerast ritstjóri Þjóðólfs (SvSkHöskGP 312 (1882)).

Þriðja afbrigði róa í e-m er loks kunnugt frá miðri 20. öld:

ég læt bara aldrei róa í mér (Andv 1.6.1966, 10).

Til yfirlits má sýna þróunina svo: (1) róa á e-n (f19); róa á e-m (m19) > (2) róa í e-n (f20) > (3) róa í e-m (s20).

Afbrigðin róa á eða róa í eiga sér fjölmargar hliðstæður og þarfnast ekki skýringar en breytinguna róa í e-n > róa í e-m má annars vegar rekja til þess að vísun til róðrar bliknar með breyttri merkingu og um leið breytist skilningur á orðasambandinu þannig að hreyfing (róa í e-n) verður kyrrstaða (róa í e-m) en um slíkt eru kunn fjölmörg dæmi, t.d. herja á Skota herja á Skotlandi; kynda undir potti – (?)kynda undir e-ð (‘ýta undir e-ð’).

Jón G. Friðjónsson, 14.2.2015

Lesa grein í málfarsbanka

áróður
[Landafræði] (2.6)
[enska] propaganda

áróður kk
[Stjórnmálafræði]
[enska] propaganda

áróður kk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] málflutningur, sem hafður er í frammi af ásettu ráði í því skyni að hafa áhrif á viðhorf, skoðanir eða atferli annarra
[enska] propaganda

áróðri l. (19. öld): verða á. um e-ð ‘verða e-s var, fá veður af e-u’. Leitt af áróður k. og líkl. helst í merkingunni ‘kippur, róður á fiskimið’. Að verða áróðri er þá ‘að hafa komist á miðin, verða var, fá afla’.