ásamt fannst í 3 gagnasöfnum

ásamt ásamt öðru; nefndarmönnum kom vel ásamt

ásamt forsetning

í samfylgd með (e-m), að e-u/e-m meðtöldu(m)/viðbættu(m), auk e-s

konungshjónin stigu á land ásamt fylgdarliði

skrifaðu nafnið þitt á blaðið ásamt heimilisfangi og símanúmeri


Fara í orðabók

Orðasambandið á samt með > ásamt með er kunnugt í fornu máli:

kom á samt [mál] með þeim [‘þeim lynti vel, kom vel saman’] (Frisbók 11);
komu allar ræður ásamt með þeim (Egils saga 84.k.);
En það kom lítt ásamt með mönnum og kallaði það annar óráð er öðrum þótti vænlegt (ÓH 448);
kemur allt ásamt með þeim (Ála flekks saga 15.k.).

Hér virðist mega greina undanfara fs. ásamt. Hún á ugglaust rætur sínar í afbrigðinu ásamt með en frá 16. öld er það kunnugt í svipaðri merkingu og ásamt eitt sér:

það sem ég hefi gróðsett það uppræti eg ásamt með öllu þessu mínu eigin landi (Jer 45, 4 (GÞ)).

Elsta kunna dæmi um breytinguna ásamt með > ásamt er frá miðri 17. öld:

*ásamt ókenndum öllum glöggt / ástmenn vora vér fáum þekkt (HPSkv II, 289 (OHR)).

Í nútímamáli virðist merking fs. ásamt vera tvenns konar:

(1) ‘(í fylgd) með’:
NN ákvað að flytja til útlanda ásamt fjölskyldu sinni;
hefði hún ásamt öðru fólki ... farið á grasafjall (m19 (ÞjóðsJÁ1 II, 232)).

(2) ‘og einnig, til viðbótar’:
bætur ásamt áföllnum kostnaði skal greiða úr ríkissjóði;
Í eyjunum verpir lundi ásamt fjölmörgum mávategundum;
greiða lán ásamt vöxtum og vaxtavöxtum;
greinargerðin ásamt viðaukum er rækileg.

Jón G. Friðjónsson, 16.5.2015

Lesa grein í málfarsbanka