ávarður fannst í 1 gagnasafni

ávarður l. † ‘þekkur, kær’; orðið kemur einnig fyrir í yngra máli og virðist þá helst merkja ‘ásækinn’ e.þ.h. Skvt. H. Falk (1928a:350) er orðið myndað eftir týndu orðasamb.: varðr á e-m, leiddu af so. varða ‘vernda, gæta, koma við’ og fs. á. Vafasamt; ávarður gæti e.t.v. svarað til fhþ. anawart: a. wesan ‘vita e-ð, vera e-ð hugstætt’ sbr. anawurte ‘sem snýr sér að, hugar að’; sbr. og fe. -weard, ffrísn. og fsax. -ward s.s. -verður ‘sem snýr svo eða svo’, sbr. nísl. og físl. gagnvart sem gæti verið hvk. af *gagnvarðr, víxlmynd við *gagnverðr, sbr. físl. gagnvert. Eiginl. merk. orðsins væri þá e.t.v. ‘sem snýr að, varðar, er hugstæður e-m’.