í fannst í 4 gagnasöfnum

í 1 -ið í-s; í í-ið hefur fallið niður

í 2 í morgun; í Hafnarfirði; slá úr og í

Í -ið Í-s; Í Í-ið á að vera lítið í

í forsetning

um hreyfingu eða stefnu inn í e-ð (með þolfalli) og dvöl inni í e-u (með þágufalli)


Sjá 6 merkingar í orðabók

Bæði gengur að segja fjöldi gesta á mánuði og fjöldi gesta í mánuði.

Lesa grein í málfarsbanka


Forsetningarnar í og á eiga betur við á undan heimilisfangi en forsetningin . Við erum flutt á Laugalæk 98. Ég bý í Dúfnahólum 8.

Lesa grein í málfarsbanka


Sagt er að efni sé í íláti ef átt er við að það sé ofan í því. Sé efnið vökvi er líka hægt að nota forsetninguna á í sömu merkingu. Hún hafði með sér vatn á brúsa. Er kaffi á könnunni? Það er nóg bensín á bílnum.

Lesa grein í málfarsbanka


Forsetningarnar á og í geta m.a. vísað til staðar og fer það eftir því orði sem þær standa með hvor valin er, þ.e. á vísar til hins ytra (þess sem röklega séð er utan á) en í til hins innra (þess sem er af röklegum ástæðum inni/innan í), t.d.: skríða inn í helli; sitja inni í helli; skríða út úr helli og fara á staðinn; vera á staðnum; fara af staðnum. Af dæmunum má sjá pörin í + þf. (hvert); í + þgf. (hvar); úr + þgf. (hvaðan) og á + þf. (hvert); á + þgf. (hvar); af + þgf. (hvaðan) en þau eru notuð (ásamt ao. í breytilegri mynd) með kerfisbundnum hætti í íslensku.

Í nútímamáli er stundum á reiki hvor forsetningin er valin; sumir tala um að vinna á leikskóla (stofnun) en aðrir kjósa fremur að segja vinna í leikskóla (bygging). Enn fremur er auðvelt að finna dæmi þar sem merkingarmunur blasir við, t.d. fara fram á bað (herbergi) og fara í bað (kerlaug); skreppa í bæinn (þéttbýliskjarni); vera á bænum (stofnun) eða sitja á þingi (stofnun) og skreppa niður í þing (byggingin). – Fleiri vafadæmi eru auðfundin og þau eru svo mörg að leita verður skýringa. Til gamans skal litið á nokkur dæmi þar sem á og í vísa til staðar, ýmist í beinni merkingu eða óbeinni:

A1. á e-ð (bein merking (miðað er við þá starfsemi sem fer fram á umræddum stað)):

fara (upp) á bókasafn; fara niður á lögreglustöð; fara niður á pósthús; leggja e-n inn á sjúkrahús; senda e-n á (dýran) skóla; (vera af gamla skólanum); skreppa á skrifstofuna; skreppa fram á kaffistofu; leggjast inn á spítala/skurðstofa; fara með bíl á verkstæði; vista e-n á stofnun; fara á stöð(ina) (79 af stöðinni); skreppa á vinnustofu sína.

A2. á e-ð (óbein merking):

fara á fund/ráðstefnu; fara á mót; fara á skemmtun/sýningu, fara á tónleika/ball; fara á völlinn; senda e-n á námskeið; skreppa á æfingu.

B1. í e-ð (bein merking):

fara út í búð; fara út í fjós/hlöðu; fara í leikhús; fara upp/vestur í skóla, fara fram/inn í stofu, skreppa upp í Háskóla; fara upp í ris/niður í kjallara/geymslu; fara (út) í smiðju.

B2. í e-ð (óbein merking):

fara í afmæli; fara í boð/móttöku; fara í fýlu; fara í frí; fara í samkvæmi (partí); fara í smiðju e-s.

A1 eða B1:

fara á bíó/í bíó; eiga sæti á þingi/vera niðri í þing; vinna á leikskóla/í leikskóla; bíða frammi/inni í stofu/frammi á kaffistofu; bíða í stofunni/á vinnustofu sinni;
                                                                      
Af dæmunum virðist mega ráða að A-dæmin vísi flest til þeirrar starfsemi sem fer fram á stað fremur en staðarins sjálfs (pósthús, safn) eða stofnunar (lögreglustöð) en B-dæmin fremur til byggingarinnar sjálfrar. Enn fremur er athyglivert að einungis kemur upp vafi á milli dæma í beinni merkingu, þ.e. A1 og B1.

Ég minnist þess úr æsku (laust eftir 1950) að foreldrar mínir töluðu ávallt um að kaupa bílæti og fara á bíó en í skóla var mér kennt að rétt væri að fara í bíó og bílæti væri hrá dönskusletta. Ég fellst fúslega á hið síðara en miðað við það sem að framan greindi er fullkomlega rökrétt að fara á bíó og miða þá við opinberan stað (A1), ekki verður séð að betra sé að miða við bygginguna (kvikmyndahúsið) og tala um að fara í bíó (B1).  Elsta dæmi sem ég hef séð á prenti um þetta efni er fara á bíó (m20 (ThFrLok II, 86)) og ég gladdist í hjarta mínu þegar ég sá að Böðvar Guðmundsson rithöfundur fer á bíó (Töfrahöllin, bls. 231).

Í nútímamáli er afbrigðið fara í bíó nánast einhaft og er engin ástæða til að amast við því en hér sem endranær getur verið gaman að skoða málsöguna og reyna að átta sig á því hvað valdið geti óvissu um notkun.

Jón G. Friðjónsson, 10.12.2016
 

Lesa grein í málfarsbanka

1 í fs. (á við dvöl á stað eða hreyfingu til staðar); sbr. fær. í, nno., sæ. og d. i; < *in, sbr. fe., fsax, fhþ. og gotn. in, lat. in, gr. ení, en, lith. ĩ̢, prússn. en, arm. i, fír. in- (ini-); < ie. *en, *eni. Sjá iður (1), inn (1), ístra, niður (4) og undorn.


2 í í orðasamböndum eins og í dag, í gær, í fjorð; sbr. d. i dag, i går, i fjor, oft talið fs. og s.o. og í (1) og hefur a.m.k. tengst í (1), en er líkl. í öndverðu komið frá fn.-stofninum *e-, *ei, sbr. tvfn. er, es, gotn. is og ei, sa-ei, lat. is og ut-ī, sbr. fe. īdæges ‘á þessum degi, í dag’; í e.t.v. gamalt stirðnað fall (tf. eða stf.) af fn.-stofninum. Sjá er (1) og es.


3 í- forsk. eða forliður í samsetn., s.o. og í (1), stundum eiginlegt forskeyti, stundum forskeyttur atviksliður. Nafnleidd orð með í-forsk. eru t.d. íend(u)r ‘lifandi’, ílend(u)r ‘innlendur’ og ífylja ‘fylfull’, en sagnleidd t.d. íbúi, sbr. fe. inbūan og ísl. ífang ‘fyrirtæki’, sbr. fhþ. infāhan, einnig ísjá, sbr. gotn. insaihwan. Í nokkrum orðum eins og ígjarn og íminjar hefur í- herðandi merkingu, sbr. fe. infrod, ingod, í öðrum veikjandi, sbr. íboginn, ígrár, írauður o.fl. Sjá í (1).