í gegn fannst í 2 gagnasöfnum

Upp­haf­lega var gegn fall­orð sem ­notað var með for­setn­ingu (í gegn) og þá til að vísa til stefnu líkt og fsl. á bak, á/í mót, á/í milli, á/í meðal og í kring (< hring) um. Upprunaleg mynd er því í gegn, ýmist í beinni merkingu eða yfirfærðri, t.d.:

sá er eigi er með mér, í gegn er sá mér (Matt 12, 30 (Íslhóm 39v15 (1200))); Stöndum vér hraustlega í gegn [‘á móti’] freistni fjanda (Leif 167 (1150)); lagði ilminn eigi síður í gegn [‘á móti’] vindi en forvindis [‘undan vindi’] (ÓT II, 190);
leituðu ljúgvitna í gegn honum (Íslhóm 78v17);
standa í gegn e-u [‘á móti’] (Leif 29, 100);
berjast í gegn e-u/e-m (Leif 59, 62);
mæla í gegn e-u (Leif 64).

Forsetningin í gat þegar í fornu máli fallið brott (s13) og þá stendur nafnorðið gegn eitt eftir sem forsetning, t.d.: †vera hon­um í gegngegn hon­um, sbr. einn­ig lo. gegn (‘beinn’): fara hinn gegnsta veg.

Gegn er ým­ist ­notað eitt sér, með forsetningunni í eða aukið forsetningunni um, sbr. (í) gegn­um < í gegn um, t.d.:

Hann lagði Sigurð sverði í gegnum sofanda (SE 161);
Hallfreður lagði saxinu í gegnum hann (ÓT II, 25);
en sjá þykkjumst ek Eirík í gegnum (ÍF XIII, 307).

Í fornu máli merkti orðasambandið ganga í gegn e-u ‘ganga á móti e-u > viðurkenna e-ð’ en í síðari alda máli verður hin neikvæða merking ofan á: ‘vera andsnúinn (e-u), þræta fyrir e-ð.’

Jón G. Friðjónsson, 11.6.2016

Lesa grein í málfarsbanka

2 gegn fs., í gegn, (í) gegnum (fs.) ‘á móti; inn og út um e-ð’; sbr. fær. ígegn, d. igen, fsæ. gen; fe. gegn, ongegn, fsax. gegin, angegin, fhþ. gegin, angagin, gagani (< *gaganai með þgf. eða stf.end.); sbr. ennfremur nno. gjenom, sæ. genom, d. gennem (eiginl. þgf.ft.) og fe. tō-gegnes, fsax. tegegnes (ef.et.). Sýnist svo sem hér sé um fallmynd af nafnyrði að ræða, sem notuð er sem forsetning, ýmist ein sér eða með forskeyttu smáorði (fs.). Sjá gagn (1), gegn (1) og gögn (2).