ímun fannst í 2 gagnasöfnum

1 ímun kv. † ‘orrusta’, alg. í kenningum: ímundís kv. ‘valkyrja’, ímunlaukur ‘sverð’, ímunlundur ‘hermaður’. Orðið er sk. íma (3) og líkl. eru nno. imsa ‘gerast órór, hreyfa sig’, imska ‘rykkja í’, imska seg ‘hreyfa sig reiðilega,…’ og imstra ‘berjast eða bjástra við e-ð’ af sama toga. Ekki er víst að ímun sé leitt af so. *íma með því að ekki kemur fyrir víxlmynd eins og *íman (< *īmōni-); ímun e.t.v. < *īmuni- < *īmǝni-. Sjá íma (3).


2 ímun ao. (18. öld) ‘ívið, dálítið’ (með mst.lo.): ímun fínni, ímun betri. Uppruni óljós. E.t.v. þf. af no. *ímunr ‘smávegis mismunur’ e.þ.u.l.