óðum fannst í 6 gagnasöfnum

óða Kvenkynsnafnorð

óður Lýsingarorð

vaða Sagnorð, þátíð óð

óðum þau eru óðum að hressast

vaða 1 -n vöðu; vöður, ef. ft. vaðna

vaða 2 óð, óðum, vaðið tunglið veður í skýjum; þótt hann vaði/væði ána/elginn

óðum atviksorð/atviksliður

stöðugt

bókbindurum fer óðum fækkandi

áramótin nálgast nú óðum


Fara í orðabók

óður nafnorð karlkyn

kvæði, ljóð


Sjá 2 merkingar í orðabók

vaða nafnorð kvenkyn

hópur sjávardýra (fiska, sela, hvala) sem fer saman í torfu

selirnir komu í vöðum


Fara í orðabók

vaða sagnorð

ganga í bleytu (eða öðru djúpu)

hann óð yfir ána

ég veð út í sjóinn

þeir óðu í gegnum reykjarkófið

vaða eld og brennistein

tunglið er að hluta hjúpað skýjum

fórna sér, gera allt (fyrir e-n)

vera með ranghugmynd

vaða í villu

tunglið er að hluta hjúpað skýjum

fórna sér, gera allt (fyrir e-n)

vera með ranghugmynd

tunglið veður í skýjum

tunglið er að hluta hjúpað skýjum

fórna sér, gera allt (fyrir e-n)

vera með ranghugmynd


Sjá 8 merkingar í orðabók

óðum ao

vaða so
það veður á <honum, henni>
hafa margan straum vaðið
<sóttin> veður sem morðengill <yfir landið>
tungl veður í skýjum
það veður allt í skít
Sjá 13 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Atviksorðið óðum merkir ‘brátt, bráðum; hratt’ og er það að uppruna þgf.flt. af lo. óður, sbr. hliðstæðurnar löngum og stundum. Elsta dæmi um orðmyndina óðum er úr Jökuls þætti Búasonar (frá 15. öld) (afrit Ketils Jörundssonar (1603–1670)):

tók þá tröllkonan óðum að blása (ÍF XIV, 51).

Það er algengt í síðari alda máli, t.d.:

Bendir þetta til þess að áhugi manna fyrir fögrum listum sé nú óðum að glæðast (Helgaf 1942, 133 (OHR)));
Það tók óðum að syrta að í lofti (m20 (ThFrLok II, 113));
fitnaði hún óðum og vissi enginn hvað því ylli (m19 (ÞjóðsJÁ I, 26));
fer að hvessa og fer kornið óðum að fjúka (m19 (ÞjóðsJÁ2 V, 150));
má sjá hversu mannskæð kólera er og hversu óðum henni miðar áfram (Rvp II, 45 (1848));
ekki tjái [‘dugi’] svo óðum [‘óðslega’] áfram að fara að ei sé nokkuð gætt endalyktar og góðrar samvisku (Safn XII, 86 (1656)); 
Ekki sé eg svo óðum hér að farið að ekki hafi athuguð verið endalyktin (Safn XII, 87 (1656)).
 
Af sama meiði er ao. jafnóðum. Elsta dæmi um það er frá 18. öld:

strax upp á tímann, jafnóðum (m18 (JÁNucl 1658 (OHR)), sbr. einnig:
Þurfamaðurinn heimtar víða hvað ofan í annað, jafnóðum og hann er búinn með hinn fyrra skerf sinn heimtar hann peninga fremur en matvöru (Frjett 1884, 23);
þótt hann ynni sér stundum eitthvað inn, þá fór það allt að forgörðum jafnóðum (s19 (BGröndRit IV, 542)).

Frá miðri 16. öld er dæmi þar sem jafnótt er notað í svipaðri merkingu og jafnóðum

englar guðs komu ofan af himnum og tóku sálir hans manna jafn ótt sem þeir urðu drepnir (m16 (Reyk I, 90)).

***

Sögnin sigra merkir ‘vinna sigur (á e-u/e-m (í e-u))’, t.d.:

sigra andstæðing á skákmóti; sigra andstæðing í einvígi; sigra andstæðing í stuttri skák/fáum leikjum; sigra (e-n) í kosningum/prófkjöri; sigra (allan) heiminn (Jóh 16, 23); sigra illt með góðu (Róm 12, 21).

Sögnin vinna ‘sigra, leggja að velli’ er notuð með svipuðum hætti, t.d.:

vinna sigur (m17 (HPPass 163)); vinna andstæðing; vinna fyrstu skákina; vinna einvígi um e-ð; vinna (tvo) slagi (í spilum); vinna bót á ráði sínu (ÞSkBr 248 (1654)); Anita vann sinn riðil ‘varð fyrst; hafði/vann sigur í sínum riðli’ (Útv 3.3.17); Jafnan vinnur falskur maður fyrsta leik (s17 (GÓl 1795)); spilið er unnið (Alþ VI, 56 (1641)); í hörpuslætti vann hann hvern mann (ms16 (IslAnn 440)).

Í nútímamáli er stundum talað um að vinna keppni og vinna/sigra kosningar, t.d.:

Líklegt er talið að Pútín, sem er 64 ára, myndi vinna kosningarnar ef hann byði sig fram (16.6.17);
Skemmtilegt að vinna þetta [tilnefningu sem íþróttamaður ársins] í annað sinn (30.12.16);
Hver vann (bresku) kosningarnar? (11.6.17);
Fjármálakerfið vann kosningarnar (12.6.17, 17).

Öll dæmi af þessum toga eru úr nútímamáli, ég hef ekki rekist á hliðstæð dæmi í traustum ritmálsheimildum enda eru þau mér framandi. Mig grunar að hér gæti enskra áhrifa: e. to win/lose an election (OxfAdv 404). – Þetta allt þarf að skoða miklu betur en bestu lýsinguna á notkun sagnanna vinna og sigra er að mínu viti að finna í Orðastað eftir Jón Hilmar Jónsson.

Jón G. Friðjónsson, 9.9.2017

Lesa grein í málfarsbanka

óða kv. (18. öld) ‘langamma, formóðir’; sbr. fhþ. uota ‘langamma’ og ffrank. ēdila ‘langafi’. Sjá óðal og aðal (1).


óðum ao. ‘hratt; bráðlega, fljótlega’, eiginl. þgf. af lo. óður, sbr. ao. eins og stórum og löngum af lo. stór og langur.


1 óður k. ‘skáldskapur, kvæði; æðigangur, óró; †geð, hugur’; sbr. nno. od h. ‘ákefð, ofsi, löngun,…’, ode k. ‘samræðisfýsn, ákefð, sjógangur’, fe. wōð kv. ‘söngur, óp; ákafi’, mhþ. wōt og fhþ. wuot, nhþ. wut ‘æði’. Sk. lat. vātēs ‘skáld,…’, fír. fáith (s.m.) og fi. api-vātáyati ‘örvar e-n, kemur e-m í skilning um’. Upphafl. merk. sýnist vera ‘æði, áköf hugarhræring’, og þaðan hefur svo æxlast merk. ‘skáldskapur, innblástur’. Sjá óður (2 og 3) og æði~(1).


2 óður l. ‘æstur, æðislegur, vitskertur; ákafur, hraður’; sbr. fær. óður, nno. od ‘æstur, ákafur, kynólmur’, sæ. máll. o, od(er) (s.m.), fe. wōd, fhþ. ver-wuot ‘æstur,…’, gotn. woþs ‘vitskertur, æðislegur’; ie. rót *u̯āt- eða e.t.v. fremur *u̯ōt-, sbr. fi. api-vātáyati ‘örvar, lætur e-n skilja’, api-vátati ‘skilur’; e.t.v. merkir orðsiftin upphaflega ‘innblástur’ og gæti þá átt skylt við ie. *(a)u̯ē- í vindur (1) og þ. wehen ‘blása’.


vaða s. ‘ösla í vatni, ryðjast áfram, synda í vatnsskorpunni (um fisk),…’; sbr. fær. vaða, nno. og sæ. vada, d. vade, fe. wadan, fhþ. watan, ne. wade og nhþ. waten í svipaðri merkingu; sbr. og lat. vādere ‘ganga’ og vadum ‘vað’ og arm. gam ‘ég kem’, af ie. *u̯ādh-, *uǝdh-. Af so. vaða er leitt no. vað h. (s.þ.) og vaða kv. ‘fiska-, sela- eða hvalatorfa’, sbr. nno. vode kv. og fær. vað h. (s.m.). Sjá vað, vaðall, vaðill, vöðull (1), -vaði, vaður (2), væða (1), væður og æður (4).