óelja fannst í 2 gagnasöfnum

2 elja kv. ‘dugnaður, atorka, iðjusemi; þolgæði; (í ft.) erjur, deilur’; óelja kv. ‘eirðarleysi, óró’; eljan, eljun kv. ‘dugur, þróttur; þjark, erjur; hrakningar, þolraun’. Sk. gotn. aljan h. ‘ákefð’, aljanon s. ‘vera kappsamur’, fe. ellen, fhþ. ellen, ellian ‘ákefð, hugrekki, hreysti’. Óvíst um frændlið í öðrum ie. málum; e.t.v. sk. gr. eláō ‘rek áfram’, elaúnō ‘ek, þýt; kný áfram’, arm. elanem ‘ég geng (upp), kem (út)’ fremur en lat. alacer ‘kátur, hress’. Sjá elna, elta, lön og ölna.