þótt fannst í 5 gagnasöfnum

þykja Sagnorð, þátíð þótti

þótt þótt á móti blási; enda þótt hann eigi bágt

þykja þótti, þótt mér þykir vænt um þetta kvæði

þótt samtenging

samtenging í aukasetningu (tekur ávallt viðtengingarhátt af sögninni á eftir)

hún reykir inni þótt það sé bannað

hann les blöðin þótt hann sjái illa

veðrið var gott þótt það væri rigning


Fara í orðabók

þykja sagnorð

finnast, álíta

henni þykir þetta einkennilegt

okkur þótti slæmt að missa af flugvélinni

<honum> þykir vænt um <hana>

honum mislíkar (e-ð) við mig

<mér> þykir þetta leitt

honum mislíkar (e-ð) við mig

<mér> þykir fyrir þessu

honum mislíkar (e-ð) við mig

<honum> þykir við <mig>

honum mislíkar (e-ð) við mig


Sjá 2 merkingar í orðabók

Ekki er gert upp á milli samtenginganna þó að og þótt, þær eru algerlega sambærilegar.

Lesa grein í málfarsbanka


Ópersónulegar sagnir, sem taka með sér frumlag í þágufalli og andlag í nefnifalli, hafa tilhneigingu til að standa í fleirtölu þegar andlagið er í fleirtölu: Mér finnast (3.p.ft.) kökur vondar. Mér svíða (3.p.ft.) gróusögur þeirra. Mér þykja (3.p.ft.) ávextir góðir. Mér duga (3.p.ft.) tvær brauðsneiðar. Mér bjóðast (3.p.ft.) mörg tilboð. Þó er ekki síður mælt með því að hafa sagnirnar í eintölu: Mér finnst kökur góðar. Mér svíður gróusögur þeirra. Mér þykir ávextir góðir. Mér dugir tvær brauðsneiðar. Mér býðst mörg tilboð.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin þykja getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Mér þykir kakan góð. Sögnin getur líka verið persónuleg. Kakan þykir góð.

Lesa grein í málfarsbanka

þótt st. < þó at, sbr. þó.


þykja, †þykkja (óp.)s. (þt. þótti) ‘sýnast, virðast; álíta; vera talinn,…’; þykjast ‘látast, ímynda sér,…’. Sbr. fær. tykja, nno. tykkja, nsæ. tycka(s) og nd. tykkes (fsæ. þykkia, fd. thykk(i)æ) í svipaðri merkingu. Sbr. og fe. ðyncan, fsax. thunkian, fhþ. dunken (ne. think, nhþ. dünken), gotn. þugkjan (þt. þuhta); < germ. *þunkian í hljsk. við þekkja; s.þ. og þokki, þókknast, þótti, -þykki, þykkja (1), þykk(u)r (1) og -þykkur. So. þykja, þykkja kemur líka fyrir í merk. ‘mislíka, móðgast’, sbr. og fær. tykja og nno. tykkja í álíka merk. og kann þá að hafa misst forskeyti, e.t.v. *fra-, sbr. mhþ. verdünken og ísl. þykja fyrir. Af so. þykja er leitt no. þykjusta kv. ‘ímyndaður veruleiki,…’.