þúsund fannst í 6 gagnasöfnum

þúsund Hvorugkynsnafnorð

þúsund Kvenkynsnafnorð

þúsund 1 -in þúsundar; þúsundir ein þúsund; tvær þúsundir

þúsund 2 -ið þúsunds; þúsund eitt þúsund; tvö þúsund

þúsund nafnorð hvorugkyn

1000

fjöldi gesta nálgast nú fimmta þúsundið


Fara í orðabók

þúsund töluorð

talan 1000


Fara í orðabók

Orðið þúsund má skammstafa þús. eða þ.

Lesa grein í málfarsbanka


Frekar er mælt með því að segja tvö þúsund fjár fórust en „tvö þúsund fjár fórst“.

Lesa grein í málfarsbanka


Í setningum á borð við: á annan tug umsókna barst/bárust virðist ekkert málfræðilegt frumlag (fallorð í nefnifalli) að finna, því verður að láta tilfinninguna fyrir merkingarlegu frumlagi ráða til að ákveða hvort sögnin í setningunni á að vera í eintölu eða fleirtölu. Fleiri setningar af svipuðum toga eru t.a.m.: langt undir einni milljón manna lét/létu lífið, vel yfir eitt þúsund gosflaskna brotnaði/brotnuðu, innan við eitt hundrað sundmanna kom/komu til keppni.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er að segja á annan tug manna, ekki „á annan tug menn“. Sömuleiðis á annað hundrað manna, á annað þúsund manna og á aðra milljón manna.

Lesa grein í málfarsbanka


Stundum er þúsund notað sem lýsingarorð (eitt þúsund myndir voru sýndar, hann eyddi fimmtán þúsund krónum) en stundum sem nafnorð og þá ýmist sem hvorugkynsorð (eitt þúsund, mörg þúsund) eða kvenkynsorð (þá yfirleitt einungis í fleirtölu: margar þúsundir, þúsundir manna). Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Margar þúsundir manna hafa flúið að heiman.

Lesa grein í málfarsbanka


Í fornu máli eru þess fjölmörg dæmi að vél ‘svik, tál’ og vélabrögð tengist sérstaklega gamla bakaranum, t.d.:

En þá er hann var tældur af djöfullegri vél, þá vildi hann eigi hlýða guðs boðorðum (Íslhóm 22r10);
svo að vér megum með þeim mætti og krafti stíga yfir fjandans vélar og teygingar (Íslhóm 19v30);
Jesús Kristur yfirsteig vélar fjandans (ONP (1220)).

Í bréfabók Guðbrands Þorlákssonar kemur fyrst fram orðasambandið þúsund véla smiður:

láta heldur saman dragast með sætt en sökum, svo yðar vegna sem piltsins, því ei veit hvað sá hinn vondi af stað kemur, þúshund véla smiður (GÞBr 70 (1574)).

Það mun sjaldséð í nútímamáli, orðasambandið þúsund þjala smiður hefur leyst það af hólmi. Í Þjóðsögum Jóns Árnsonar má finna gamansögu af því hvernig það gat gerst:

Karl einn kom til kirkju einu sinni og talaði [prestur] um spillingu mannanna og hve slægur djöfullinn væri til að kenna vinum sínum að táldraga börn ljóssins; ræki hann þessa iðn um heim allan því hann gengi sem grenjandi leon [‘ljón’]; væri það ekki að undra, því hann væri ‘þúsund véla smiður’.

Þegar karl kom heim frá kirkjunni segir hann prestur hafi talað margt og merkilegt í dag, en mest hefði sér þókt varið í að heyra af manni þeim einum er hann hefði frá sagt; hann væri um allan heim og þjónar hans, hann væri þúsund þjala smiður. Hann sagðist vilja koma syni sínum til hans svo hann lærði að smíða þjalir. Kerling hélt hann mundi hafa talað um þúsund véla smið. Karl hélt það hefði ekki verið. Fóru þau til prestsins og leiðbeindi hann karli (m19 (ÞjóðsJÁ V, 360)).

Þessi saga finnst mér afskaplega skemmtileg en það skiptir auðvitað engu máli. Hitt er athyglisvert að þetta mun elsta dæmið um þúsund þjala smið. Kannski er þetta skemmtilega orðasamband sprottið af skopskyni ókunns sögumanns?

***

Í nútíma talmáli hef ég margoft heyrt notað orðasambandið Ég er góður, t.d.:

Má bjóða þér meira? – Nei, ég er góður
Hvernig hefurðu það? – Ég er góður
Þarftu ekki að hvíla þig? – Nei, nei, ég er góður.

Hér er vitaskuld hvert orð íslenskt en merkingin eða vísunin er framandleg. Við getum sagt: Hann er góður í ensku; Hann er góður við börn/dýr; Hann er orðinn góður í maganum o.s.frv. En í íslensku er engin hefð fyrir merkingunni ‘vilja ekki meira af e-u, vera saddur; líða vel ...’. – Mig grunar að þessa málnotkun megi rekja til ensku: I’m fine/good

Jón G. Friðjónsson, 2.9.2017

Lesa grein í málfarsbanka

þúsund kv., h., einnig †þúshund kv., †þúshundrað h. ‘tíu hundruð’; sbr. fær. túsund, nno. tusund, sæ. tusen, tusende, d. tusen, tusinde, (fsæ. þūsand(a), þūsund, þūsæn, fd. tusindh, tusend(h)), fe. ðūsend, fsax. thūsind, fhþ. thūsunt (kv., h.), ne. thousand, nhþ. tausend, gotn. þusundi kv. Svo virðist sem verið hafi til bæði (germ.) *þūsundi- og *þūs-hunda-, sbr. físl. þúsund og þúshund, gotn. þusund, fhþ. thūsund, fe. ðūsend, en sal.frank. thūschunde, fsl. tyse̢šta, tyso̢šta (< *tūs-entia, *tūs-ontia) en fprússn. tūsimtons (< *tūs-ḱm̥tia, *tūs-ḱomtia-), sbr. gotn. hund, ísl. hundrað. Forliðurinn þús- á skylt við fi. tavás- ‘kraftur’, ísl. þjós, þusa (1) og þúst (1), og merking orðsins þúsund þá ‘stóra talan’ eða ‘fjölhundrað’. Orðið þúsund sýnist vera sameiginlegt Germönum, Böltum og Slövum. Gr. khí̄lioi, eól. khél(l)ioi ‘þúsund’ á sér líkl. samsvörun í fi. (skrt.) (sa)hásra- (s.m.) < *ǵhesl(i)o- (< *zǵhesl(i)o-), e.t.v. sk. fi. sáhas- ‘kraftur, afl,…’ og ísl. sigur, og hugsanlegt er að lat. mīlle ‘þúsund’ (< *smī-ǵhslī ‘eitt þúsund’?) sé líka þessarar ættar.