þangað fannst í 6 gagnasöfnum

þanga Sagnorð, þátíð þangaði

þangað hingað og þangað

þangað atviksorð/atviksliður

til þessa staðar þarna

hann hefur aldrei komið þangað áður

þegar safnið var opnað flykktist fólk þangað


Fara í orðabók

Elstu handrit Íslendinga munu vera frá 12. öld en ekkert af elstu frumsömdum bókmenntum okkar er til í frumriti. Færð hafa verið rök að því að Snorri Sturluson hafi ritað Egils sögu skömmu fyrir miðja 13. öld en höfuðhandrit sögunnar (Möðruvallabók) er talið vera frá því um 1320-1350. Elstu brot eru hins vegar talin vera frá því um 1250, litlu yngri en frumgerð sögunnar, sbr. eftirfarandi dæmi (sem gæti verið afrit af frumtexta Snorra):

Hér mun vera, sagði Egill, svo sem oft er mælt, að segjanda er allt sínum vin (EgA 91 (1250)).

Af dæminu má ráða að ao. hér vísar þar til tíma eins og það getur gert enn. En það er að því leyti tvöfalt í roðinu að það getur einnig vísað til staðar eins og reyndar fjölmörg önnur orð í íslensku. Skal nú vikið nánar að þeirri notkun.

Orðasambandið hér og hvar vísar til kyrrstöðu (‘hvar’) og merkir ‘víða, á mörgum stöðum’, t.d.:

kalskemmdir er að finna hér og hvar í skóginum;
frést hefir að fénaður sé hér og hvar farinn að hrökkva af (Snp III, 94 (1838)); Gjörið grafir hér og hvar hjá þessum læk (2. Kon 3, 16 (GÞ)).

Það er algengt í fornu máli, t.d.:

voru hér og hvar á laun (Sturl I, 308);
Féllu þá menn af Varbelgjum hér og hvar í götunni (Flat III, 506);
var Metellus stundum í öndverðri fylkingu, stundum í miðri, stundum í ofanverðri, stundum hér og hvar (Pröv 266 (1325-1350));
Knútur Danakonungur fór norður eftir Noregi og skaut á þingum hér og hvar (ÓH 71 (1225-1250)).

Orðasambandið hingað og þangað vísar til hreyfingar (‘hvert’) og merkir ‘víða, til margra staða’, t.d.:

herinn riðlaðist og dreifðist hingað og þangað um völlinn;
Þótt mínir þankar kunni að hvarfla hingað eður þangað (f18 (Víd 354)); *Hingað og þangað hugurinn fer (m17 (StÓl II, 25)).

Það er algengt í fornu máli, t.d. (úr Sverris sögu):

höfðingjar þeir sem eftir voru hljópu hingað og þingað sem mýs í holur (Sv 16 (1300));
En Sverrir hefir nú dreift liði sínu hingað og þingað; eru nú hér luktir og inni byrgðir fyrir oss sem sauðir í kví (Sv 96 (1300));
runnu sem mest máttu þeir, sumir með veginum en sumir hingað og þangað (Sv 178 (1300)).

Jón G. Friðjónsson, 17.12.2016

Lesa grein í málfarsbanka

þang h. ‘greinóttir brúnþörungar sem vaxa í sjó (fucaceae)’; sbr. fær. tang, nno. tang h., nsæ. tång, nd. tang (fsæ. þang, fd. thang(h)), mlþ. dank, nhþ. tang. Hugsanlega sk. fe. ðung ‘bláhjálmur’ og lþ. wodendung ‘sveipjurt’; sbr. og fe. ðingan, ðíon, nhþ. gedeihen ‘vaxa, dafna’. Sjá þá (2) og þéttur. Af þang er leidd so. þanga ‘afla þangs’. Sjá þöngull.


þangað, †þangat, †þagat, †þengat, †þegat, †þingat ao. ‘á þann stað’; < *þan(n) veg at, þen(n) veg at; orðmyndirnar þagat og þegat hafa misst n í áherslulítilli stöðu. Sjá þannig og þannok.