þokkalega fannst í 5 gagnasöfnum

þokkalega Atviksorð, stigbreytt

þokkalegur Lýsingarorð

þokkalega

þokkalegur -leg; -legt STIGB -ri, -astur

þokkalega atviksorð/atviksliður

nokkuð vel, sæmilega

starfsmenn fyrirtækisins eiga að vera þokkalega til fara


Sjá 2 merkingar í orðabók

þokkalegur lýsingarorð

ekki mjög góður eða slæmur, allgóður

það er komið þokkalegasta veður

vera þokkalegur í <ensku>


Sjá 2 merkingar í orðabók

Lo. félegur ‘sem líkist fé’ er algengt í fornu máli í breyttri merkingunni ‘glæsilegur; vel útlítandi; verðmætur’, sbr. (Sverris sögu):

og var hann þá ekki félegur, Máni, kollóttur og magur og nær klæðlaus (Sv 91 (1300));
(Stjórn): hvorki höfðu þeir asna feita né féliga (Stj 366 (1300–1325));
(Miðalda ævintýri): hugleiðir hann sína daga hversu gengið hafa, hversu þeir hafa verið fagrir og félegir (Æv 156 (1350));
(Ólafs sögu helga hina mesta): sveinn Knúts konungs kom til hans að ári liðnu og var þá að öngu félegri en fyrr (ÓH 798 (1400–1425)),

sbr. einnig:

þá krufði hann hana sinn og át hann og var þá að öngu feitari né félegri en áður (ÓH 797).

Í síðari alda máli merkir félegur ‘sem lítur vel út; álitlegur’:

Hann var ekki félegur þegar hann stóð upp úr forinni;
Hann [Mókollur] var félegur og bragðlegur að sjá og föngulegur á velli (JThSk II, 126);
smaladrengur sá er Hjalti hét ... lítilsigldur en félegur (m19 (ÞjóðsJÁ2 IV, 200)).

Í nútímamáli hefur merking lo. félegur oft snúist við. Ætla má að þá liggi að baki liðfelld sambönd, þ.e.:

Þetta er félegt (eða hitt þó heldur).

Þess eru mörg dæmi að merking geti breyst með þessum hætti, t.d.:

Þetta er þokkalegt ‘þetta er allsæmilegt’;
Þetta er þokkalegt (eða hitt þó heldur) ‘þetta er hábölvað’. 

Ætli það gæti ekki reynst þrautin þyngri að koma tölvuforritum í skilning um slík málbrögð?

Jón G. Friðjónsson, 25.4.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka