þrumu fannst í 2 gagnasöfnum

1 þruma kv. (18. öld, B.H.) ‘brött fjallshlíð’; sbr. nno. trum h. ‘barmur’, sæ. máll. trumm ‘bjálki, trjástofn’, mlþ. drum, drom, mhþ. drum ‘endastykki, endi á e-u’, sbr. gr. térmōn ‘takmörk’, lat. termen, terminus (s.m.), fi. tárman- ‘bjálkaendi’, af ie. *tre-m-, *ter-m- af ie. *ter- ‘þrengjast gegnum, fara yfir,…’, sbr. fhþ. dremil ‘bjálki, slá’ (< *þramila-), mhþ. drām(e) ‘stykki, bjálki,…’ (< *þrēm- hljsk.). Merk. ‘brött fjallshlíð’ æxlast af ‘brún, þröm’. Sjá þruma (2), þrem, þrim (1), þröm og þrömur.


3 þruma kv. ‘skrugga, þórduna’. Orð þetta er ásamt (augljósu) frændliði oftast tengt við lat. turma ‘hópur, ös’ og þ. máll. durmel, dürmel ‘hringiða, svimi’ og drumeln ‘þyrlast, hringsnúast’ af ie. *tu̯er- í þvara og þyrill. Vafasamt og líklegra að orðið sé af germ. *þrem-, ie. *trem- í fsax. thrimman ‘stökkva’, ísl. þramma, mlþ. dram ‘hávaði, ös’, lat. tremere ‘skjálfa’ og orðstofninn frá öndverðu hafður bæði um hreyfingu og hljóð. Af þruma kv. er leidd so. þruma ‘drynja, tala hátt; andvarpa; fara hratt’, sbr. nno. truma ‘drynja, hafa hátt’. Óvíst er hvort fær. trumma ‘drynja, trampa’ og trumm h. ‘hávaði, tramp’ heyra hér til, en þó er það ekki ólíklegt. Af so. þruma er leitt no. þrumari k. ‘hávær ræðumaður; rúgbrauð’. Sjá þramma, þrima, þrumla, þrymja (1) og þrumur (2) og þrymur (1 og 2).


4 þruma s. ‘sitja eða standa kyrr og þögull; svífa, voka yfir’; þ. fram af sér ‘bíða af sér, humma fram af sér’. Uppruni óljós og engar beinar samsvaranir í skyldum grannmálum. E.t.v. er hér á ferð merkingartilbrigði af ie. *trem- ‘titra, ymja’ í lat. tremere og ísl. þruma (3), sbr. lith. trìmti, trìmstu ‘titra; róast, sefast’, eiginl. hvarfstig af trem̃ti ‘berja niður, hrinda, þrúga,…’; sbr. og nno. tremma ‘þrýsta saman, klemma, troða í’, sæ. máll. tråma ‘þrýsta’ og jó. tråme ‘klemma’, mholl. drommen ‘þrúga, þrýsta’. Merkingarferlið gæti verið (þolandlegt) ‘vera þrúgaður, bældur > vera kyrr, þögull’ eða e.t.v. ‘iða > voka (þögull) yfir’, sbr. að þruma (< *þrumēn) er ēn-so. og lýsir ástandi. Sjá þrumur (1 og 3), þrymja (2) og þrym(u)r (3); ath. þramma og þruma (3).