þulnúa fannst í 1 gagnasafni

fulhnúa, folhnúa, fulhnusa, þul(h)núa s. (19. öld) ‘handfjatla, hnuðla, kuðla’. Upphafleg mynd orðsins er óviss og samsetningarliðir óljósir, enda víxlmyndir orðsins margar (t.d. faulhnúa, fúlhnúa, hol-, hul- og þaulhnúa). Viðliðurinn er þó líkl. -hnúa af hnúi < knúi eða tengdur nno. knuva ‘beygja niður, kúga,…’, sbr. ísl. kneyfa. Um forliðinn er allt á huldu, ef f-ið er þar upphaflegt gæti hann tengst fjálgrast og fúlgra (3) eða fela (2), (< *fulh-).


þul(h)núa s. Sjá þaulhnúa.