þvert fannst í 7 gagnasöfnum

þver þver; þvert STIGB -ari, -astur

þver lýsingarorð

hornrétt á langhlið e-s

vegurinn liggur um þveran dalinn

fyrirsögnin náði yfir þvera forsíðuna

<fara um bæinn> þveran og endilangan

fara út um allan bæ


Sjá 2 merkingar í orðabók

þvert atviksorð/atviksliður

andstætt, öfugt

þetta er þvert á það sem skólastjórinn skipaði

hann opnaði neyðarútganginn þvert á allar reglur

hún synti þvert yfir laugina


Fara í orðabók

þver lo
þver lo (þrjóskur)

þvert ao

Nafnorðið mót (hk.) er býsna flókið að merkingu, bein merking getur m.a. verið ‘fundarstaður, fundur, samkoma’. Í fjölmörgum samböndum hefur mót hins vegar glatað eigin merkingu og fengið í stað hennar það sem kalla má hlutverksmerkingu. Sem dæmi má nefna þróun orðasambandsins til móts við ‘til fundar við’ sem breytist fyrst í móts við en getur síðan fengið myndina á móts við í báðum tilvikum í breyttri merkingu.
 
Annað dæmi um breytta merkingu no. móts er orðasambandið aftur á/(í) móti/(mót). Það er ekki kunnugt í fornu máli en kemur fyrir í ungum afritum í merkingunni ‘í staðinn’:

en Sörli fekk hans systur aftur í móti (FN III, 228);
en hann hét henni afarkostum aftur í mót (FN II, 40);
taka hundraðfalt aftur í mót (Mar 1049).

Svipuð merking er einnig algeng í síðari alda máli, t.d.:

Ég gat reglulega kennt í brjóst um sjálfa mig þegar hann unni mér ekki aftur á móti (m19 (Fjöln I, 156));
til þess að þóknast þeim og ná aftur í móti ýmsum hagsmunum fyrir sig og ættmenn sína (m19 (PMMið 181)).

Elstu dæmi úr síðari alda máli eru frá 17. öld og þar virðist merkingin vera ‘hins vegar’:

Þórður skal aftur á mót henni tryggð og hollustu ... auðsýna (Safn XII, 243 (1669));
Hann aftur á mót skal í lærdómi og lifnaði við alla skikkanlega og skynsamlega umgangast (Safn XII, 243 (1669));
*En þér til heiðurs aftur á mót (m17 (HPPass XIV, 25));
En þar aftur á móti verður hann [eldurinn] sá allra skaðsamlegasti (s18 (JS 339));
í því aftur á mót, sem þeir neita sé til orðið af tilviljun (s19 (TBókm XIX, 7)).

Orðasambandið þvert á móti (e-u) á sér samsvaranir í fornu máli og þar virðist merking vera bein:

var það og þvert í móti mínum vilja að hann var hingað boðinn (s15 (ÍF XIII, 154));
En eg vil ekki ganga með því máli, ef það er þvert mót þínu skapi (Flat II, 159);
nú þvers í móti (Hsb 179 (1302–1310)).

Elsta dæmi úr síðari alda máli er frá 16. öld:
bífalar [‘skipar’] þar þó þvert í móti (Alþ I, 289 (1574));
Hér þvert á móti gjöra menn að þeir bæði dýrka þau [skurgoð] og vegsama (DI XI, 531 (1547)).

Hér virðist merkingin vera óbein og ber notkunin keim af dönsku (tværtimod), sbr. einnig:
 
þvert á móti er eins og alveg hafi slegið í baksegl undir eins og stjórnarskráin var gefin með þjóðhátíðinni (m19 (BGröndRit IV, 419)); 
enginn skaði ... sannaður ... heldur þvert á móti (Ldsyrd I, 308 (1809)).

***

Á þessum vettvangi hefur verið vikið nafnorðastílnum svo kallaða, tilhneigingu til að ofnota nafnorð eða búa til ‘ný’ samsett nafnorð. Dæmi um þetta blasa víða við. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun gat t.d. að líta þriggja dálka fyrirsögn:

Efla þarf skaðaminnkun (Mbl 5.1.17, 1).

Í meginmáli mátti lesa að um var að ræða það sem kallað var skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, einnig kom fram að brýnt væri að þjónusta þennan hóp út frá skaðaminnkun og enn fremur: Þarf að efla skaðaminnkunarþjónustu verulega (Mbl 5.1.18, 14). – Ekki er öll vitleysan eins, þá væri ekkert gaman að henni.

***

Í Ceciliu sögu meyjar má lesa skemmtilegar vangaveltur um ‘heimsins mekt’:

Allt veldi manna er sem belgur blásinn sá [er] þegar slaknar og visnar (Heil I, 291 (1500));
Allt veldi manna er sem vindböllur [‘blaðra’] sé blásinn er svo sýnist sem fullur sé og þrútinn en hann visnar allur þótt einni nálu sé stungið á honum (Heil I, 291 (1500)).

Jón G. Friðjónsson, 5.1.2018

Lesa grein í málfarsbanka

þver
[Tölfræði]
samheiti hornréttur
[enska] orthogonal

þver
[Hagrannsóknir]
samheiti hornréttur, þverstæður
[enska] orthogonal

þver, †þverr l. ‘sem tekur yfir breidd e-s, stefnir beint á hlið e-s; andstæður; þrár, þvergirðingslegur,…’; sbr. fær. tvørur, nno. tver, sæ. tvär (fsæ. þvær og þvar), d. tvær (fd. thwær), fe. ðweorh, fsax. thwerh, mlþ. dwer, fhþ. dwer(a)h (nhþ. quer, zwerch(fell)), gotn. þwairhs; < germ. *þwerha- (*þwarha-?). Orðið er vísast sk. ie. *tu̯er- ‘snúa,…’ í þvara og þyrill og tæpast ástæða til að gera ráð fyrir einhverri blöndun við *ter(e)k- í lat. torquēre ‘snúa’ og ísl. þari. Af lo. þver er leidd so. þvera(st) ‘snúa þvert, þverskallast,…’, sbr. nno. tvera, fær. tvørra, sæ. máll. tvära, tvara, jó. tvære, fe. ðweorian í svipaðri merk. Sbr. og þverinn, þverskinn og þverskur l. ‘þrár, andstæður, þverskur’ og so. þverskast ‘þæfast gegn,…’, sbr. nno. tverskast (s.m.). Sjá þverballa, þverkyrfa, þverkirma og þvers; ath. þvarga.