-ald fannst í 1 gagnasafni

-ald h. viðsk. no. eins og hafald, kerald, hrúgald, rekald. Komið af germ. *-aðla- (við hljóðavíxl *-ðl- > *--) sem er þannig myndað að viðsk. *-ðla- (< ie. *-tlo-/*-dhlo-) var skeytt við tematískan stofn. Þetta viðskeyti myndaði upprunalega ýmist verknaðar- eða verkfærisno. af sögnum (farald af fara, hafald af hefja, hafa, rekald af reka), en síðar einnig af nafnyrðum (kerald af ker, hrúgald af hrúga). Sjá -aldi og -aldur (1 og 2).