-aldr fannst í 1 gagnasafni

-aldur, †-aldr k. viðsk. no. eins og faraldur, gapaldur, rysjaldur. Þetta viðsk. virðist vera nýmyndun í norrænu (ísl.), hugsanlega blendingsviðsk. myndað á grundvelli hvk.-viðskeytisins -ald (s.þ.) og -aldur í orðinu apaldur, en í því orði er -aldur ekki eiginlegt viðskeyti, heldur er þar á ferð stofninn *apal- (sbr. apall, epli) að viðbættu germ. viðsk. *-ðra-, sem notað var við myndun trjáheita. Hins vegar er Arnaldur, Ímaldr (s.þ.) frekar < *-walda-. Sjá -ald og -aldi.