-ari fannst í 1 gagnasafni

-ari k. viðsk. no. eins og bókari, skrifari, leikari, blásari. Myndar gerandnafnorð einkum af sögnum, en einnig af no., sbr. drepari af drepa en drápari af dráp, kveljari af kvelja en kvalari af kvöl. Viðsk. er sjaldgæft í elstu heimildum, en þó er tjúgari (s.þ.) að finna í Vsp. Svarar til gotn. -areis, fhþ. -āri, fsax. -eri, fe. -ere, og hefur upprunalega beygst sem ia-stofn (sem e.t.v. er enn varðveittur í fornum kveðskap í orðunum holtvartarir (sjá vartari (1)) og tármútarir (sjá múta (2))), en síðan fengið n-stofna beygingu í ísl. Viðskeytið er ekki germanskt að uppruna, heldur hefur það borist með latneskum to. inn í germ. og öðlast þar sjálfstætt líf, sbr. lat. -ārius í orðum eins og monētārius (> fhþ. munizzāri, fsax. muniteri, fe. mynetere), tolon(e)ārius (> fhþ. zolonāri, fe. tolnere, ísl. tollari).