-dagi fannst í 1 gagnasafni

-dagi k. viðskeyti í samsetningum eins og bardagi, dauðdagi, eindagi, máldagi, skildagi, svardagi o.fl.; sbr. fær. -dagi, nno. -dage og fd. -dage í ardage ‘plæging’; -dagi eiginl. ‘tímamörk, tiltekinn tími til e-s’; sbr. og fe. āndaga ‘eindagi’ og fhþ. endidago ‘lokadagur’ og siehtago ‘sjúkleiki’. Sjá dagur.


dagur k. ‘tíminn frá sólarupprás til sólarlags, almanaksdagur, sólarhringur’; sbr. fær. dagur, nno., sæ. og d. dag, fe. dæg, fsax. dag, fhþ. tac, ne. day, nhþ. tag, gotn. dags. Orðið er samgerm., en virðist ekki eiga sér beina samsvörun í öðrum ie. málum, það er oftast talið sk. lat. favilla og gr. téphrā ‘aska’, fi. dāha- ‘hiti, eldur’, fír. daig ‘eldur’ og fprússn. dagis ‘sumar’, af ie. *dhegh- ‘brenna’. Skyldar orðmyndir eins og dægn og dægur benda til fornrar r/n-stofna beygingar. Því hafa sumir ætlað að hér væri á ferð hið ævagamla ie. dagsheiti sem svarar til fi. áhar, áhan-, áhas, en hefði fengið upphafs-d(h) frá merkingarskyldum orðum af ie. *dhegh- ‘brenna’ ‒ eða frá undanfarandi fn.: *tod Haǵhr > *to(d) dHaǵhr > *dhaghr. Af dagur er leidd so. daga ‘birta af degi’, sbr. fær. og nno. daga, d. dages, fe. dagian ‒ og viðsk. -dagi í eindagi, bardagi, svardagi o.fl. Sjá dægn, döglingur, dögurður og Dag-.