-fambi fannst í 1 gagnasafni

-fambi í fimbulfambi k. ‘reginflón’. Líkl. sk. nno. famp ‘digur maður’, d. máll. fjambe ‘flón’ og ísl. fimbul- og fífl. Upphafl. merk. þá ‘digur, luralegur (og klaufskur) maður’. Aðrir telja að orðið sé í ætt við fám og fum, en ekki er það líklegt. Af fimbulfambi er leidd so. að fimbulfamba ‘þrugla, tala flónslega’ og af henni no. fimbulfamb ‘þvættingur, heimskutal; fálmkennd viðleitni’. Sjá fífl og fimbul-; ath. Fibuli.