-fasalegur fannst í 1 gagnasafni

1 fas h. ‘flýtir, asi, fyrirgangur; látæði, framkoma’; sbr. físl. argafas ‘illur hrekkur eða óttavaldur’ og fnorr. aukn. fasi. Líkl. sk. fsæ. fasa ‘hræða’, gd. fas ‘árás’, fær. fesja ‘subba’, jó. fase, sæ. máll. fesja ‘óttast’, nno. fesje kv. ‘stelpuhimpi, léttúðarkvendi’ og fesse kv. ‘tröllkerling’, sbr. sæ. máll. fasur ‘jötunn, hulduvættur, grýla’. Líkl. af ie. rót *pē̆s- ‘blása, þjóta’. Af henni hafa svo æxlast merkingartilbrigði eins og ‘asi’ og ‘skelfing’, en einnig ‘þvaður’ og ‘flónskulæti’, sbr. nno. fesje ‘þvaður, orðrómur’, þ. fasen, faseln ‘vera með skrípalæti’ og svo ‘eitthvað sem fýkur eða bærist fyrir vindi’, sbr. fhþ. fasa ‘trefja, kögur’ og fesa ‘hismi’. Sjá fisja (2), fjas, fönn (1) og fösull. Sömu ættar og fas er líklega -fasalegur í léttfasalegur ‘galgopalegur,…’ (s.þ.), og e.t.v. forliður örn. Fasarhólmi.