-fermi fannst í 1 gagnasafni

1 ferma s. ‘hlaða skip (eða önnur flutningatæki) varningi’; sbr. fær. og nno. ferma (s.m.) og ísl. samsetn.liðinn -fermi h. í fullfermi; leitt af farmur (s.þ.). Í físl. skáldam. kemur fyrir ferma kv. ‘næring, saðning’ sem ýmist er talið leitt af farmur og merkja matarforða e.þ.h. eða tengt við fe. feorm ‘næring, máltíð’ og er það e.t.v. réttara með því að fleiri orð af fe. toga sýnast koma fyrir í kveðskap vísuhöfundar (Einars Skúlasonar, 12. öld).