-gali fannst í 1 gagnasafni

gala (st. og v.)s. ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð; syngja eða kveða töfraþulur; kalla’; gal h. ‘hvellt hljóð, hróp’. Sbr. fær., nno. og sæ. gala, d. gale, fe., fsax. og fhþ. galan ‘syngja, segja fram töfraþulur’. Af gala s. er leitt dvergsheitið Galarr k. ‘sá sem æpir eða gelur galdra’ og -gali k. í sams. eins og árgali og næturgali, sbr. fe. nihtegale, fhþ. nahtigala (s.m.) og galinn l. ‘óður, ær, geðbilaður, vitlaus’, sbr. fær. galin, nno. og sæ. galen, d. gal (gd. galen), eiginl. lh.þt. af so. *bi-galan ‘syngja töfraþulur yfir, æra með göldrum’, sbr. fhþ. bigalan ‘töfra, æra’. Sjá galdur, gall(u)r, afgelja, gjalla, góla (1) og gæla (1).