Agði fannst í 2 gagnasöfnum

agði -nn agða; agðar

1 agði k. (18. öld) ‘sóði, druslulegur maður’; (samkv. B.H. líka ‘kunnur maður og margreyndur’). Orðið er tæpast í ætt við nno. lo. agda ‘hóflaus, ofsalegur’ (sem er notað sem áhersluforliður og er líkl. sk. agi (1) og ógn (1)). Merkingin bendir fremur á tengsl við so. agðast og aga ‘vætla, mora’ og agi (2). (Merkingarskilgreining B.H. er tæpast örugg, en með skilgreiningunni ‘reyndur maður’ gæti hann átt við mann sem lent hefði í mörgu misjöfnu, hrakningum o.þ.h.). Samnafnið agði tæpast úr sérn. Agði (jarl) og þá e.t.v. tengt agði (3) og Agðir.


2 agði k. (nísl.) ‘lágvaxinn maður; lítill kálfur eða lambhrútur’. Uppruni óljós og engar beinar samsvaranir í grannmálunum. Orðið er tæpast tengt agði (1). Ef upphafl. merk. væri ‘e-ð smávaxið eða tittur’ mætti hugsa sér tengsl við aggur og Agðir, og agði þá e.t.v. < *agiðan- og upphafl. merking ‘broddur, tittur’. Sjá Agðir og egðir ‘örn, úlfur’.


3 agði k. † aukn., eiginl. ‘maður frá Ögðum’. Agði kemur líka fyrir sem (tilbúið) karlmannsnafn í Flds. og er vísast sömu ættar; tæpast sk. agi (1) og ógn (1); < *agiðan-.