Al fannst í 6 gagnasöfnum

ala Sagnorð, þátíð ól

alur Karlkynsnafnorð

ala ól, ólum, alið þótt ég ali/æli (upp) börn

alur -inn als; alir hún stakk al(i) í vegginn; hann lék á als oddi

ala sagnorð

fallstjórn: þolfall

láta frá sér afkvæmi (um konu), fæða

hún ól barn um nóttina


Sjá 6 merkingar í orðabók

alur nafnorð karlkyn

verkfæri (smíðatól) til að stinga gat í við

leika á als oddi

vera kátur og fjörugur


Fara í orðabók

Kennimyndir: ala, ól, ólum, alið.
Miðmynd: alast, ólst, ólumst, alist. Hann ólst upp á Akureyri. Ekki: „hann aldist upp á Akureyri“.

Lesa grein í málfarsbanka


Talað er um að ala á einhverju í merkingunni: magna eitthvað upp (oftast eitthvað neikvætt eins og fordóma eða óánægju). Hann ól á fordómum í garð fjölskyldunnar með framferði sínu. Slæmur aðbúnaður elur á óánægju starfsmanna verksmiðjunnar.

Lesa grein í málfarsbanka


Ritað er leika á als oddi, ekki „leika á alls oddi“. Orðið alur merkir: verkfæri(smíðatól) til að stinga gat í við.

Lesa grein í málfarsbanka


Beyging lh.þt. af veikum sögnum er nokkuð flókin fyrir þá sem ekki hafa drukkið í sig málið með móðurmjólkinni. Flækjan felst í því að sterkar myndir (n-myndir) og veikar (ð/d/t-myndir) skiptast á eftir ákveðnum reglum, t.d. lh.þt. af so. berja:

barinn, barinn, börðum, barins; barðir, barða, börðum, barinna;
barin, barða, barinni, barinnar; barðar, barðar, börðum, barinna;
barið, barið, börðu, barins; barin, barin, börðum, barinna.

Beyging lh.þt. af flestum sterkum sögnum er hins vegar að því leyti regluleg að sterkar n-myndir eru í öllum begingarmyndum, t.d.:

hrifinn, hrifinn, hrifnum, hrifins; hrifnir, hrifna, hrifnum, hrifinna;
hrifin, hrifna, hrifinni, hrifinnar; hrifnar, hrifnar, hrifnum, hrifinna;
hrifið, hrifið, hrifnu, hrifins; hrifin, hrifin, hrifnum, hrifinna.
           
Lh.þt. af allnokkrum sögnum er hins vegar óreglulegur að því leyti að fram koma veikar myndir þar sem sterkra væri að vænta (sterka myndin er sýnd innan hornklofa):

alinn, alinn, öldum [ölnum], alins; aldir [alnir], alda [alna], öldum [ölnum], alinna;
alin, alda [alna], aldni [alinni], aldnar [alinnar]; aldar [alnar], aldar [alnar], öldum, aldra [alinna];
alið, alið, öldu [ölnu], alins; alin, alin, ölnum, alinna.

Í elsta máli var beyging lh.þt. af so. ala regluleg, t.d.:

Ef kona sú á sonu til arfs alna og sé þeir fulltíði (Grgk I, 170 (1250)).

Ekki hef ég yfirlit yfir hve lengi sterka beygingin hélst né hvenær veika beygingin hóf innreið sína en ég hef rekist á dæmi um sterka beygingu frá 17. öld:

Mér þykir varla af veita þar sem svo hátt er á ristið [‘svo hátt er reitt til höggs’] og standa skal fyrir alna og óborna (m17 (Deil 28)).

Dæmi um veika beygingu eru auðfundin, t.d.:

Bróðir þinn er kominn og slátraði faðir þinn öldum kálfi ... (Lúk 15, 27 (OG));
Þetta mál álít eg að hafi mikla þýðingu fyrir alla; það er fyrir alda og óborna (Alþ 1861, 893 (OHR));
vér berjumst jafnan fyrir góðu málefni, sem geti orðið öldum og óbornum til láns og blessunar (Kvbl 1915, 48 (OHR)). 

Beyging lh.þt. af fjölmörgum sögnum er óregluleg með svipuðum hætti, sumir segja t.d. að e-ð hafi gengið smurt en aðrir segja að e-ð hafi gengið smurið. Allir munu sammála um að eðlilegt sé að tala um að e-m sé e-ð í lófa lagið, myndin í lófa lagt er naumast til. – Þetta eins og svo margt annað verður að vera í sögulegri orðabók sem okkur vantar sárlega.

****

Fs. út frá vísar í beinni merkingu til staðar, t.d.:

út frá ströndinni eru grynningar;
vita út frá sér ‘vita lengra nefi sínu’;
vinna út frá (ao). 

Hún er einnig algeng í óbeinni merkingu, t.d.:

vinna út frá e-u/tilteknum forsendum;
ganga út frá e-u (sem gefnu) [d. gå ud fra noget];
reikna e-ð/stofnstærð þorsks út frá e-u (seiðavísitölu).

Í nútímamáli virðist nokkur vöxtur hafa hlaupið í þessa fs., oft með þeim afleiðingum að merkingin verður óljósari en ella. Eftirfarandi dæmi skulu lögð í dóm lesenda:

Stjórnin [Sambands ísl.sveitarfél.] telur að stjórnvöld og Alþingi eigi að starfa út frá þeirri meginreglu [‘á grundvelli þeirrar meginreglu’] að ekki séu gerðar meiriháttar breytingar á kosningalögum þegar minna en eitt ár er til kosninga (28.3.18, 9);
Forstjóri ...... varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá [‘af’] einstaka [‘einstökum’] spurningum eða sýniprófum (15.9.18, 2);
Skoðum málið út frá sjónarhóli vörumerkjafræða (Frt 24.2.12);
NN .... þingmaður .... segir Ísland hljóta að starfrækja [‘móta, marka’] utanríkisstefnu sína út frá grundvallaratriðum en ekki þröngum viðskiptahagsmunum (Mbl 6.9.18, 10).

Jón G. Friðjónsson, 21.12.2018

Lesa grein í málfarsbanka

ala
[Læknisfræði]
samheiti bera, fæða
[enska] bear

alur
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[skýring] verkfæri
[enska] awl

ala
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Fæða barn, ala upp barn.

ala
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Ala ómaga: Annast um ómaga.

1 al- forsk. ‘fullkomlega, öldungis’, sbr. algóður, almennur o.s.frv.; sbr. fær., nno. al- (ål-), fe. al-, æl-, eal-, gotn. og fhþ. ala-, frnorr. ala-, sbr. alawid, alawin (á frnorr. rúnar.). Sjá allur.


2 Al- í forliðum mannanafna; stundum líkl. s.o. og al- (1), sbr. Alarr, Algautr og Alþjófr, í öðrum tilvikum < *Aðal-, sbr. Albert og Alrekr eða þá tengt rúnaorðinu alu-, sjá Öl- (2), sbr. Alvo̢r.


ala (st., v.)s. ‘fæða af sér, fóðra, næra’; sbr. fær., nno., fsæ. ala (s.m.), fd. ales ‘fæðast’, fe., gotn. alan ‘vaxa upp, nærast’, sbr. lat. alere ‘næra, fóðra, ala upp’, gr. ánaltos ‘óseðjandi’, fír. alim ‘ég næri’. Sk. alað, aldin(i), aldinn, aldur, ali-, eldi, eldri, elli, elska, æli, æll, ælingi, öld.


alur k. ‘bor, sýll’; sbr. nno. ale ‘lítill teinn til að hengja e-ð á’, fe. ǣl ‘gaffall, kraki’, fhþ. āla ‘sýll’, alansa, alunsa (s.m.) (germ. *al-, *ēl-); sbr. fi. á̄rā, lith. ýla ‘alur’. Hljóðlík orðmynd svipaðrar merkingar kemur fyrir í finnsk-úgrískum málum, og því hafa sumir talið að orðið væri ekki af ie. uppruna, heldur gamalt farandorð, en það er heldur ólíklegt, sbr. hljóðskiptar og afleiddar myndir þess í germ.