And fannst í 1 gagnasafni

1 and- forsk. ‘gegn, á móti,…’; sbr. fær., nno., fd., fsæ. and-, fe. and-, on-, fhþ. ant-, int-, gotn. anda-, and-, lat. ante-, gr. ánta, ant-, antí, anti-, lith. ant-, fi. anti-. Frummerking forskeytisins er ‘gegn, á móti, (í átt) til’, en það er einnig haft í merk. ‘burt’ eða ‘frá’, og raunar er staðarleg merking þess stundum horfin. Eiginlegt tákngildi þess kemur t.d. vel fram í orðum eins og anddyri, andsælis, andviðri og andærr, en síður í andfælur, andstyggr, andvaka og andvanr; and- er oft skeytt framan við upphafleg nafnyrði eða nafnleidd orð, sbr. anddyri, andfetlar, an(d)nes, andsælis, en hitt er þó tíðara að nafnyrði þau, sem svo eru forskeytt, séu sagnleidd, dregin af sögnum sem höfðu í öndverðu þetta forskeyti, en hafa yfirleitt misst það í norrænu. Sem dæmi um sagnleidd orð af þessu tagi má t.d. nefna: andföng, an(d)kanni, an(d)marki, andóf, andrjá, andvígur o.fl. Sjá einnig önd-, önn- í öndvegi, öndverður, önnkostur; and- er líkl. sk. und-, *unda-, sbr. undingi og uns (s.þ.).


2 And- forliður í mannsnafni eins og Andaðr k. (< *And(a)haðuʀ) og dvergsheitinu Andvari k. (sbr. andvari ‘varúð, uggur’), s.o. og and- (1). Sjá Önduður; ath. Öndóttur (2).