Aurvendill fannst í 1 gagnasafni

Aurvandill, Aurvendill, O̢rvandill k. nafn fornsagnakappa; sbr. fd. (Saxo) Horvendillus, fe. Éarendel ‘morgunstjarnan’, fhþ. Orendil og langb. Auriwandalo fornkappanafn. Af þessum toga er físl. Aurvandils tá stjörnuheiti, og virðist svo sem kappi með þessu nafni hafi tengst himintunglum í fornum sögnum. Uppruni orðsins óviss, viðliðurinn -vandill er líkl. sk. venda s. og vöndur (og e.t.v. tengdur þjóðflokksheitinu Vandalar). Forliðurinn Aur- hefur verið tengdur við aur (1) eða talinn < *auza- sk. austur og lat. aurum ‘gull’. Allt óvíst.