Býsanz fannst í 1 gagnasafni

Býsans, Býsanz kv. nafn á höfuðborg austurrómverska ríkisins; sbr. lat. Byzantium < gr. Byzántion. Talið er að Byzas frá Megöru hafi stofnað borgina á 7. öld f.Kr. og hún fengið nafn af honum. Síðar var hún svo nefnd Konstantinopel eftir Konstantíusi keisara (272--337 e.Kr.). Loks var hún svo nefnd Istambul (af Tyrkjum), en það er tyrknesk afbökun á gr. eis tè̄n pólin ‘í borginni, inn í borgina’.