Baði fannst í 4 gagnasöfnum

bað -ið baðs; böð bað|aðstaða

baða baðaði, baðað baða vængjum; stofan er böðuð sól; baða sig í aðdáun

bað nafnorð hvorugkyn

þvottur líkamans í baðkeri eða undir sturtu

hann lá góða stund í baðinu

fara í bað


Sjá 2 merkingar í orðabók

baða sagnorð

fallstjórn: þolfall

setja (e-n) í bað, þvo líkamann í vatni

hún baðar barnið á hverju kvöldi

þau böðuðu sig í sjónum


Sjá 3 merkingar í orðabók

bað no hvk (það að baða (e-n/sig))
bað no hvk (laug)
bað no hvk (baðherbergi)

bað h. ‘það að baða (sig), laugun; baðstofnun, baðherbergi, baðker, baðvatn’; baða s. ‘lauga, þvo e-n (allan); veifa: b. vængjum, b. út höndum; láta e-ð leika um sig, hafa gnægð e-s: b. sig í sólskini, b. í rósum’. Sbr. fær. bað h., baða s., nno. bad, bada (einkum um heitt bað), sæ. bad, bada, d. bad, bade, fe. bæð, baðian, fhþ. bad, badōn (< germ. *ba-þa-, *ba-þōn). Upphaflega átti orðsift þessi við laugun úr heitu vatni (eða gufu), sbr. nno. bade k. ‘mikill hiti’, sæ. badda ‘verma, gefa frá sér hita’; bað er sk. nhþ. bähen, fhþ. bājan ‘baða í heitu vatni, verma’. Af sömu rót (ie. *bhē-, *bhō-, *bhǝ-) er so. baka (s.þ.). (Merkingin ‘að veifa’, sbr. baða (út) vængjum (höndum) hefur líkl. æxlast af ýmsum tilburðum tengdum böðum, t.d. strokum, nuddi, að slá (sig) með hríslum o.þ.h.).


Baði k. † nafn á jötnakonungi. Uppruni óviss, hugsanlega sk. böð ‘orrusta’, sbr. fhþ. Bado pn.