Baldi fannst í 1 gagnasafni

3 Baldur k. nafn á guði af ásaætt; bald(u)r ‘höfðingi, fyrirmaður’. Sbr. fe. bealdor ‘þjóðhöfðingi, fursti’ og e.t.v. Bældæg, nafn á e-m germ. guði og fhþ. Balder, Palter, mannsnafn. Uppruni óljós og umdeildur. Sumir telja að orðið sé sk. lith. báltas og fsl. bělŭ ‘hvítur, bjartur’ (sjá bál) og eigi við ljósguðinn, sbr. nafngiftina enn hvíti áss (um Baldur). Aðrir ætla að orðið sé af sama toga og lo. baldur, ball(u)r (s.þ.), < *balðra-, og merki þrótt eða hinn þróttuga og er það öllu líklegra. Fleiri skýringar hafa komið fram og guðinn sjálfur og nafn hans hafa jafnvel verið tengd við Baal, einn aðalguð Vestur-Semíta. Baldur er líka pn., sbr. og Baldi pn. sem er e.t.v. upphaflega stuttnefni. Sjá Baldvin.