Baltar fannst í 2 gagnasöfnum

balti -nn balta; baltar

1 balti, †baltr k. † ‘björn’ (einnig auknefni). E.t.v. sk. so. balta (1) og merk. þá e.t.v. ‘hinn þungstígi’ e.þ.h. og þá átt við luralegt og þyngslalegt göngulag, eða ‘sá sem slær’, sbr. lith. beldė̕ti, ísl. ambolt og böltungur. Orðið gæti líka átt við kubbslegt og luralegt vaxtarlag dýrsins, sbr. balti (2). Jan de Vries giskar á að heitið sé dregið af týndri so. *balta ‘öskra’, sk. belja, sem er lítt sennilegt.


2 balti k. (nísl.) ‘stór þúfa, smáhóll’, sk. bölti (s.þ.).


baltneskur l. (19. öld) ‘í eða frá löndum Balta ɔ Lettlandi og Litháen’; baltnesk mál ɔ lettneska, litháíska og fornprússneska. Baltar nefndust þær þjóðir sem byggðu þessi landsvæði (sbr. lat. mare Balticum, Eystrasalt). Í flith. er orðið báltai haft í fyrrgreindri merkingu, en menn greinir á um uppruna þess. Sumir telja að það sé sk. e. pool ‘pollur’, sbr. lith. balà ‘mýrlendi’, en aðrir að lith. orðin séu í ætt við rússn. belyj ‘hvítur’ (sbr. bál), en í báðum tilvikum ætti orðið Baltar að merkja votlendisbúa.