Barsi fannst í 1 gagnasafni

1 bassi, barsi k. ‘björn; villigöltur (sbr. valbassi); stór og gamall uxi; frekur maður og illa tilhafður’; í sams. heigulbassi, tötrabassi. Orðið kemur einnig fyrir sem aukn. og mannsnafn í fno. og físl. Bassi, Barsi. Sbr. fær. bassi ‘stór maður, sterkur og óróagjarn’, nno. basse k. ‘stór og þrifleg skepna, stórvaxinn maður’, hjaltl. bas ‘digur og klunnalegur maður’, sæ. máll. basse ‘göltur, uxi’, fsæ. og fd. basse ‘villisvín’. Uppruni óviss; oft talið sk. börgur ‘göltur’ < *barh-s-an-, sbr. bersi af björn (1). Vafasamt. Hugsanlegt er að orðið sé af germ. rót *bers-, *berz- og sk. barr (3) og barri (1).