Beigaður fannst í 1 gagnasafni

Beigað(u)r k. † mannsnafn og galtarheiti; líkl. sk. beigaldi † aukn. Uppruni óljós. E.t.v. sk. nno. beig ‘heilsubrestur, veiklun, minniháttar veikindi’ (sem væri þá annað orð en bøyg ‘beygja, veslingur, veiklun, klípa’) og nísl. beigur (beygur) ‘ótti, uggur; verkur fyrir brjósti’. Ef þetta stæðist gæti orðsift þessi verið í tengslum við fi. bháyate, fsl. bojati se̢ ‘óttast’, sbr. npers. bak ‘ótti’ (< *bháyaka-). Beigað(u)r kynni að merkja ‘óttavaldur’ e.þ.u.l. Sjá bifa og bifur (1) og beigur.