Beimi fannst í 1 gagnasafni

beimar k.ft. ‘menn, hermenn’ (í fornu og nýju skáldamáli); sbr. einnig Beimi og Beimuni, forn sækonungaheiti. Uppruni óviss, en sennilega eru orðin dregin af einhverju þjóðflokks- eða héraðsheiti. Giskað hefur verið á að hér sé á ferðinni heitið Baĩmos, en svo segir Ptolemaeus að nefnst hafi germanskur þjóðflokkur sem sat í Bæheimi og héraðið hafi tekið nafn af. Aðrir telja að Beima-nafnið sé dregið af finnska héraðinu Paimio eða að það sé upphafl. samnafn og sk. rússn. boj ‘bardagi’ og bíldur (s.þ.). Allt óvíst. Í síðara skáldamáli er et.-myndin beimi eða beimur k. höfð um mann eða jafnvel hús og beima kv. um konu og mynduð so. að beimast.