Beinviðr fannst í 1 gagnasafni

beinviður k. † ‘sérstök trjátegund eða runni, kristþyrnir’; sbr. nno. beinved, sæ. og d. benved, sbr. einnig nhþ. beinholz (s.m.) og gr. xylósteon (af xýlon ‘tré’ og ostéon ‘bein’). Plantan dregur nafn sitt af hörðum, beinkenndum blöðum. Í nísl. er orðið beinviður haft um stofublómaætt, sígrænan runna frá Japan. Beinviðr k. † pn. líkl. af sama toga.