Bileygr fannst í 1 gagnasafni

1 bil h. ‘millibil; meiðsli, bilun; tímaskeið, andartak; †hik, lát á e-u’; bila s. ‘skaddast, ganga úr lagi, bregðast’. Sbr. fær. bil ‘smáspölur, stutt stund’, nno. bil h. ‘millibil, stundarkorn, sköddun á þræði’, sæ. máll. og d. máll. bil ‘andartak’; fær. bila ‘bregðast’, bilsen ‘hissa’, nno. bila ‘skorta á, bregðast’. Sbr. einnig ísl. bilbugur k. ‘lát, linun’ og Bileyg(u)r k., Óðinsheiti. Uppruni ekki fullljós. Líkl. sk. bíldur og bíla kv., af ie. (frum)rót *bhei(ǝ)- ‘kljúfa’ e.þ.u.l., sbr. *bhei-d- í bíta s. Aðrir tengja bil við ie. *bhi-, *bha- í gr. amphí og ísl. báðir eða þá *bh(e)i- í bifa. Ólíklegt.


Bileyg(u)r k. † Óðinsheiti. Forliður sk. so. bila og nafngiftin á við að Óðinn var eineygður. Sjá bil (1).