Bonn fannst í 1 gagnasafni

Bonn kv. nafn á höfuðborg V.-Þýskalands. Úr lat. Bonna (Tac.) < keltn. Bona ‘kastali, virki’.


Bönn, †Bo̢nn kv. † eyjarnafn (í þulum). Engar öruggar samsvaranir finnast í nno. örnefnum; sbr. þó Bonøya, Bondøya (Finnmörk; N.-Þrændalög), og Bon- forlið í staðarnöfnum (árh.?). Skýringartilgátur F. Holthausens, Bo̢nn < *baznō sk. fe. basu ‘rauður’ eða tengt ísl. jarðbönn, eru harðla vafasamar. Hugsanlega < *banþ(w)ō eða *banwō sk. so. benda og gotn. bandwa ‘merki’ (< *bhǝntu̯ā), sbr. og fi. bhānú-h ‘ljós,…’ og gr. phané̄ ‘blys’ og gætu nöfnin átt við ljósan lit eða vitaeld á eyjunum.