Borr fannst í 1 gagnasafni

1 bor, †borr k. ‘verkfæri til að bora með, nafar, alur’; bora s. ‘gera gat eða holu (með bor)’; bor h., borun kv. ‘það að bora’; bora kv. ‘hola, kytra; bakrauf, rass; (vægt) skammaryrði’. Sk. nno. og d. bor, sæ. borr, fe. bor og byres, mlþ. bor ‘borunarverkfæri’ og fær. og nno. bora s., sæ. borra, d. bore, fe. borian, fhþ. borōn, nhþ. bohren ‘beita bor’; nno. bore kv. og sæ. máll. bora ‘borgat, rauf’. Sk. lat. forāre ‘bora’ og gr. phárō ‘kljúfa’. Af sömu rót og barki (1), berja (1), bjór (2) og -bori (1).


2 Bor, †Borr k. nafn á föður Óðins og bræðra hans. Uppruni ekki fullljós, víxlmynd Burr. E.t.v. s.o. og bur ‘sonur’ ɔ sonur Bura eða Búra.


bör, †bo̢rr k., ft. bo̢rvar ‘trjátegund, barrtré’ (alg. lokaliður í mannkenn.); sbr. fe. bearu, fhþ. baro, paro ‘skógur, skógarlundur’ (< germ. *barwa-). Sk. fsl. borŭ ‘barrtré, fura’; líkl. rótskylt barr (1) og burst.