Brunga fannst í 1 gagnasafni

bringa kv. ‘(ofanvert) brjóst, barmur; (grasivaxin) bunga eða hjalli í fjallshlíð’; bringur k. (17. öld) ‘leiti, hjalli, hæðarbunga’. Sbr. fær. bringa ‘brjóst’, bringur ‘hlíðarbunga, hóll’, nno. bring ‘brysti í fjallshlíð’, sæ. bringa ‘brjóst’, nno. og d. bringe (s.m.), fe. bringādl ‘brjóstveiki’; bringspalir kv.ft. (nno. bring-spol, -spelir) ‘neðsti hluti bringubeins með áföstum rifjum’ (af bringa og spölur, (s.þ.)), stundum afbakað í bringsmalir. E.t.v. sk. fsæ. Brā-, sæ. Brå- í örnefnum eins og Brávellir og Bråviken (< *branh-) og Brunga- í fno. örn. Brunganes, Brungabergar (v.l. Bruggabergar); hjaltl. brong(a) ‘hóll’ gæti e.t.v. geymt það hljsk. og þyrfti ekki að svara til bringa. Sk. lith. brìnkstu, brìnkti ‘svella, tútna út’, branksóti ‘skaga fram’, ie. *bhren-k-. Sjá brandur (2), brattur, brinki og brekka; bring(u)r líka fnorr. aukn., sbr. og -bringa kv., -bringur k. í sams. kaflabringa, kaflabringur. Sjá -brinki.