Brussel fannst í 2 gagnasöfnum

Íbúar í landinu Belgía (ef. Belgíu) nefnast Belgar. Fullt heiti landsins er Konungsríkið Belgía. Lýsingarorð dregið af heiti landsins er belgískur. Höfuðborg landsins heitir Brussel.

Lesa grein í málfarsbanka

Brussel kv. höfuðborg Belgíu (fr. Bruxelles, flæm. Brussel). Nafnið er líklega germanskt, úr vgerm. *brōka- ‘votlendi’ og *sali- ‘salur’, eiginl. ‘mýrarhús’; sbr. e. brook ‘lækur’, þ. bruch ‘mýri’.