Butraldi fannst í 1 gagnasafni

Butraldi k. † karlmannsnafn, líkl. upphafl. aukn.; heiti á lækjum eða síkjum (einkum niðurgröfnum) (Af.); nafn á eyðibýli (e.t.v. stytt úr Butraldastaðir?). Mannsnafnið Butraldi hefur oftast verið talið sk. butta og bútur, sbr. butra, en með hliðsjón af lækjarheitunum er eins líklegt að orðið sé einsk. hljóðyrði, merki þann sem buldrar eða tautar í sífellu e.þ.u.l., en samsvarandi hljóðgervingur finnst ekki í skyldum grannmálum, en sbr. þó nno. putra ‘krauma, tuldra’, sæ. máll. puttra ‘krauma, ólga, naggast’ og lþ. puteren ‘tuldra hratt’, og að b og p víxlast oft á í hljóðgervingum af þessu tagi.