Buttr fannst í 1 gagnasafni

butta kv. (nísl.) ‘lítil og hnellin kind; ærnafn’; butti k. (18. öld) ‘lágvaxinn maður, lítill en hnellinn drengur’. Sbr. nno. butt ‘kubbur, stubbur’ og fno. Butti, butti og Butt(u)r sem mannsnafn og auknefni, sbr. örn. eins og Buttarud, Buttadalir o.fl. Sk. lþ. butt ‘endastubbur’, butt og buttig ‘sver, klunnalegur’, nhþ. butz(en) ‘klumpur’, holl. bot, mholl. botte ‘brumhnappur’ og mhþ. butzen ‘þrútna,…’. Orð þessi eru oft talin sk. bauta s. og upphafl. merk. þá ‘e-ð afhöggvið’, en líklegra er að þau séu í ætt við so. að butra og merki í öndverðu ‘e-ð kubbslegt’ e.þ.h. Sjá bútur.